ég er að koma heim eftir 3ja vikna fjarveru frá öllu.....

......... og þá meina ég öllu, heimilinu, bornunum mínum þremur, fjölskyldunni, vinunun, skólanum. 

Rosalega er erfitt að vera allt í einu svona slitin út úr samfélaginu og bara sett inn á sjúkrahús í landshluta sem þú hefur einu sinni á ævinni farið á.... þar er þér skellt inn... og upp i rum og þarna áttu að vera næstu 3 vikur... og jú þessi sem sefur i næsta rumi við þig heitir Anna :=)   Já sæl Annna Blush ég heiti Sif.....En það var ótrúlega fljótt að rjátlast af okkur en hún kvaddi mig og sjúkrahúsið eftir 2 vikur, en mér var sagt að vera viku lengur..... hmmmmppprrrrr já já það reddast... Bað svo hjúkrunarkonuna hérna hana Hrafhildi að vinsamlegast finna eiinhverja aðra svona almennilega stelpu eins og Önnu til að deila með mér herbergi.   Hún kom svo til mín stuttu seinna og sagði að ég yrði bara ein á herberg....  FRÁBÆRT.... Ekki ílla meint til þín Anna mín.....

 

En nú er ég að koma heim.... kem heim á föstudaginn og bara get varla beðið .....

er svo spennttttt 


ÉG er að verða til í slaginn, enda með sterasprautur á víð og dreif um líkamann !!!!

Jebb eg er svona að verða til í slaginn..... og hreyfingu..... orkan alveg á hundrað... enda með sterasprautur á víð og dreif um líkamann ;) 

koma svo stelpur..... hvar á ég að fara að hreyfa mig.... ég er með valkvíða..... langar á Bjarg en það er svo langt frá að heiman.... Átak,eru ekki bara flissandi mjónur þar...... vaxtarræktin, kemur maður ekki svo massaður þaðan út að fólk verður hrætt við mann :=) nota salinn upp í Háskóla..... hmmmm hvað er eftir ???

Hverju mæliði með.. og rökstyðja það !!!!

HJÁLPIÐI MÉR

*grenj*


... ég setti hana í frystikistu, saman við brauð....

Er með þetta lag á heilanum núna... er búin að vera að syngja það síðan á laugardagskvöldið... en þá fórum við Egill á Players með á ball með Greifunum... Ég hef ekki farið á skemmtilstað þarna fyrir sunnan í mörg mörg mörg ár....

Nú er ég enn af aftur komin á Hólminn... síðasta vikan mín hérna... verð nú eiginlega að segja að þessar sprautur sem ég fékk í fæturnar í síðustu viku eru AÐ VIRKA....  ég er bara orðin allt önnur.  Fór t.d. í langa gönguferð í dag og fann bara ekkert fyrir verkjum í fótunum.... á morgun á ég að fá sprautur í bakið... veit ekki hvað margar en það er verið að tala um allavega tvær... vona bara að þær virki eins vel !!!

ohhhh... ég er farin að sakna krakkanna svooooo mikiði... Ég hef aldrei verið svona lengi frá þeim áður.. Siggi Tumi er farin að spurja um mig og það er góðs viti.... Eyrún er alsæl hjá Sunnevu og co., en hún er farin að sakna mömmu sinnar.... veit nú ekki með hana Brynju mína en ég held að hún sakni mín líka, eða ég vil trúa því :)

Anna Linda herbergisfélagi minn hérna á sjúkrahúsinu fór heim til sín á föstudaginn og ég er EIN í herbergi... Anna var hinn fullkomni herbergisfélagi,   en það er bara svo gott að vera ein ..... 

Skólinn ..... hmmm... verð bara að segja að það verður erftitt að fara að taka upp þráðinn eftir 3ja vikna fjarveru... er ég verð að reyna !!! 


Þetta reddast og samviskubitið !!

"Ég held að þú hafir bara gott af því að vera í viku til viðbótar hérna hjá okkur, helduru það ekki líka" sagði læknirinn þegar hann kom á stofuna til mín í gær..

"Ha... viku í viðbót... umm hmmm jmmm jú ég ætti að geta reddað því" svaraði ég hikstandi...

Nokkrar spurningar flugu um hausinn á mér... bíddu... Sif... hvað með krakkana þína... varstu ekki búin að LOFA Eyrúnu að koma heim á föstudaginn.. ætli Sunneva geti verið með hana lengur.. hún er ábyggilega komin með nóg af skottunni... Hvað með strákinn... hvað á ég að gera með hann... Svava systir.. Jóhanna og Fúsi.. hvað með Birgittu... en Brynja... jú þetta hlýtur að reddast........

......svo fór samviskubitið að naga mig... get ég verið lengur.. skólinn... börninn... aðferðafræðiprófið... ritgerðin í  vinnulaginu...

En svo fór rökhugsunin í gang.... auðvitað reddast þetta .... svo fór ég að mana mig upp í að hringja og redda börnunum mínum þremur áfram í eina viku.... og það reddaðist :=) 

Maður á nefnilega svo góða að.... Sunnevan min verður áfram með skottuna...  Siggi Tumi verður áfram hjá Önnu og Fúsa sínum... og Brynjan mín áfram hjá Fíu og Júlla... Takk fyrir alla hjálpina, ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég ætti ykkur og Svövu systur ekki að !!!!

En samviskubitið er samt ennþá til staðar !!!  

Það er ekki alltaf auðvelt að vera einstæð 3ja barna móðir... en það reddast :=)

 


Stress, sprautur og hugarró !!!

Var í Reykjavík um helgina og þótti meira en nóg um... Smáralindin var gengin fram og til baka á laugardaginn og kortið reglulega notað (bara svona til að vera alveg viss um að það væri ekki bilað) .... Ikea var svo tekið fyrir á sunnudeginum og kortið líka notað þar... Skírn hjá Lútheri bróður á sunnudagsmorgninum og fékk drengurinn nafnið Árni Snær, fallegt nafn á gullfallegum strák.

Ferlega finnst mér Reykjavík erfið og leiðinleg, var frelsinu fegin þegar ég keyrði frá borg óttans á sunnudagskvöldinu, fann hvernig blóðþrýstingurinn lækkaði og púlsinn sló loksins aftur 80 slög á mínutu. 

stykk1Í kvöld fann ég sálarró, hef sjaldan fundið eins mikla sálarró.  Ég fór í messu hjá St. Fransiskusystrum hérna á sjúkrahúsinu á Stykkishólmi.  Þessi athöfn var alveg yndisleg, ég fékk frið í hjartað og fann hvernig kærleikurinn frá þeim systrum fyllti þessa litlu kapellu.  

Börnin mín hafa það eins og best verður á kosið..  drengurinn er mættur til Jóhönnu og Fúsa... Fúsi er í miklu uppáhaldi hjá honum, þegar honum var sagt frá því á sunnudeginum að Fusi kæmi og næði í hann til Birgittu þá sagði hann YES YES !!!  Brynja er bara fyrirmyndarunglingur hjá Fíu og Júlla.... og hún Eyrún mín er bara að gera sig hjá Sunnu sinni...

Var að klára bókina "sá einhverfi og við hin" eftir bloggvinkonu mína Jónu Á. Gísladóttur.  Kláraði þessa bók á mettíma enda er aðalsöguhetjan í bókinni ferlega skemmtilegur einhverfur 10 ára strákur.  Ég gef þessari bók 10 stjörnum af 5 mögulegum...  Takk fyrir Jóna að deila litla gullmolanum þínum með okkur hinum, þeir eru bara einstakir ormar þessir einhverfu guttar, sérstaklega minn og þinn !!!!

Á morgun fer ég allavega í eina sprautu ef ekki tvær, það á að sprauta í fæturnar og svo á að hnykkja mig.  Svo er verið að skoða fleiri sprautur í vikunni m.a. í bakið... 

............JÁÁÁ SSSSÆÆÆLLLLLL ...


Ég, um mig, frá mér, til mín !!!

Lífið mitt snýst um MIG þessa dagana, bara mig og engan annan..  er sem sagt á ST. Franciskuspítlanum á Stykkishólmi út af helv... bakinu.  Sjúkraþjálfun, fyrirlestrar, gönguferðir, sund og læknar eru það helsta sem er á dagskrá hjá mér þessa dagana. Mynd_0075924

Börnin mín eru í góðu yfirlæti hjá vinkonum og vandamönnum og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim... sem betur fer.  

 

Fór í dag í langa gönguferð með herbergisfélaga mínum, yndælisstelpu frá Þorlákshöfn.. og vá hvað Stykkishólmur er fallegur staður !!!  

Um helgina er svo stefnan tekin á Reykjavík, skírn hjá Lútheri bróður á sunnnudeginum og svo verð ég mætt hingað aftur á sunnudagskvöld.

Þarf nefnilega að vera mætt í sundleikfimi á mánudagsmorguninn kl 8 :=)

Þið sem eruð með börnin mín þessa dagana .... knús á ykkur og þúsund kossar !!!


18 þúsund krónur fyrir 1 ljósaperu...

.... fattaði um daginn að það vantaði ljósaperu í framljósin á bílnum mínum.... Er búin að trassa það heilengi að láta skipta.  VAknaði svo upp við vondan draum í morgun... ég varð að láta skipta um hana í dag þar sem Stykkishólmur verður áfangastaðurinn minn á sunnudaginn....

Jæja ég druslaðist á MAX 1 og ekkert mál... þeir gátu skipt um hana... smá moj samt af því að það þarf að skrúfa einhverja hlífar í burtu... en jæja svo  áttu þeir ekki peruna sjálfa sem vantaði.  Gaurinn kom til mín og sagði mér í óspurðum fréttum að svona perur væri eiginlega helvíti dýrar.... já já hugsaði ég, varla meira en 5000 kjell og takið eftir ég hugsði þetta ;) Já þær kosta um 15 ÞÚSUND krónur !!!!  

ég hélt auðvitað áfram að hugsa.... ætli peran sé með gullröndum sig miðja, eða er þetta svona kristalljósapera.  Nei nei bara svona venjuleg Zerox pera skildist mér.  En þar sem þeir áttu hana ekki hjá sér, skutlaði gaurinn sér upp á Toyota og verslaði hana þar.  Þegar hann kom til baka var hann frekar þungur á brá..... peran kostaði þar rúmar 20.000 kjellll..

Hann bað mig um að sjá aðeins,,,, hitt ljósið var orðið frekar dauft, eigum við að skipta um það líka ????    "uhhhhhhhhhh nei drengur" 

En kaffið og kleinurnar voru fínar...og svo fékk ég 15% afslátt 

En reikningurinn var svo hljóðandi;

Pera   XENOX 17.205 kr

Peruskipti 309  kr

vsk  3.658

=18.591kr

 Langt síðan ég lenti í svona miklu rugli !!


Jokka þú bjargaðir deginum ....

..... hjá mér með þessum tölvupósti :=)

Takk kæra vinkona !!!

 

SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.

KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.

FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.

NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.

SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo
allri
mjólkinni.

HEFÐBUNDINN KAPITALISMI

Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú
hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein

SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.

BANDARÍSKA FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við
fjórar
kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún
datt niður
dauð.

ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í
gervifyrirtæki
mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði
þannig að
þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til
viðbótar.
Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en
leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7
kúnum.
Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til
viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum
stjórnmálamanni og
átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í
hlutafjárútboði.

FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess
að þú
vilt eiga þrjár kýr.

JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða
tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju,
"Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.

ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í
mánuði og
mjólka sig sjálfar.


ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.

RÚSSNESKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.

SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.

KÍNVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í
lágmarki og
blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá
stöðunni eins
og hún er í raun og veru.

INDVERSKT FYRIRTÆKI

Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.

BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki

ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...

ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI

Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.

NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.


unglingarnir og kreppan..

Hvaða áhrif hefur kreppan og allt þetta krepputal á unglingana okkar.. 

Um daginn kom minn unglingur til mín og spurði mig hvað væri málið með þessa kreppu...  Ég eiginlega vissi ekki hverju ég ætti að svara...

"Þú mamma... erum við að verða fátæk" spurði hún..

"ummm nei, en við erum samt ekkert að fara að eyða peningunum í einhvern óþarfa og kaupa17 þúsund króna gallabuxur, við ætlum aðeins að reyna að sparlega með peningana" svaraði ég. 

 

Held að kreppan hafi bara góð áhrif á minn ungling, hún er ekki að biðja mig um einhvern óþarfa...

Hún tekur strætó og biður mig mjög sjaldan um að skutla sér...

Hún tók sig til og lærði á þvottavélina og hefur farið hamförum í þvottahúsinu undanfarna daga...

Ég bað hana um daginn að taka úr uppþvottavélinni... hún gerði það og ekki nóg með það heldur tók heimilið í gegn, þurrkaði af, lagaði til, þreif m.a. eldavélina, skúraði, lagaði til í forstofunni og setti dúka á borðin til að gera aðeins heimilislegra eins og hún orðaði það sjálf !!!

Hún passar án þess að segja ohhhh....

Sagði mér að drífa mig út á föstudaginn og skemmta mér ....

 Ég tilnefni hér með unglinginn minn... duglegasta unglinginn norðan heiða... 

og segi bara eins og Bubbi....

........Brynja ég elska þig !!

20080630224733_6


Verkstol...

Jebb ég er með verkstol á háu stigi þessa dagana.  Afhverju veit ég ekki.  En þrátt fyrir það hef ég rumpað af nokkrum hlutum á TO DO listanum mínum í gær og í dag !! Klöppum fyrir mér *klappklappklapp*. 

Þetta er bara ekki rétti tíminn til að þjást af þessum kvilla... það eru a..m.k. 50 hlutir sem ég þarf að ganga frá áður en ég fer á sjúkrahúsið á Stykkishólmi, á að vera mætt það á sunnudaginn.  Prógrammið byrjar svo á mánudagsmorgun og stendur yfir í 2 vikur.  Verð samt að viðurkenna að það er alls enginn kvíði í mér að fara þangað.  Sé fram á að ég komi heim eftir þessar 2 vikur næstum því ný manneskja bæði á líkama og sál.  Búin að koma krökkunum fyrir og hef engar áhyggjur af þeim... maður á nefnilega gott fólk í kringum sig sem betur fer !!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband