Kvíði og jólin...

Ég bara get ekki af því gert en ég er strax farin að kvíða jólunum...

Ekki af því að ég sé eitthvað blönk eða kreppan sé að banka hjá mér.. heldur vegna þess að allar breytingarnar sem fylgja jólunum fara ferlega ílla í gaurinn minn.  Jiiiii ég meika ekki að hafa hann heima alla dagana yfir jólin... ef ykkur finnst ég vond mamma.... þá segi ég bara " I DON´T CARE"  !!!  Drengurinn verður settur í leikskólann milli jóla- og nýárs..... ÁN samviskubits móðurinnnar. 

Síðast helgi fór í jólaböll... fórum á jólaball hjá leikskólanum hans Sigga Tuma á laugardaginn og hjá Hetjunum (félagi langveikra barna) á sunnudaginn www.hetjurnar.is

IMG 3250

  Siggi Tumi var að sjálfsögðu "verst klæddur"  (en lang sætastur) á báðum böllunum, enda ekki sjéns að fá hann í eitthvað annað en íþróttaföt...  En það kom mér skemmtilega á óvart hvað hann var duglegur að dansa í kringum jólatréð og hvað hann kann mörg jólalög, og jólasveinarnir finnst honum mjög skemmtilegir.  Hann bara ljómar þegar þeir birtast... en vandamálið er að hann gerir samansammerki milli jólasveina og sleikjóa... Þegar hann sér jólasvein heimtar hann sleikjó... svo verður hann ægilega fúll þegar hann fær ekki sleikjó í skóinn.  Í morgun fékk hann t.d. sokka og mandarínu, sokkunum henti hann í ruslið og setti mandarínuna inn í ísskáp.  

IMG 3267

En Taran mín er óskaplega dugleg og þolinmóð þessa dagana, en fær samt stundum alveg nóg. Hún telur dagana niður fyrir jólin en finnst mamma sín ekki vera nógu dugleg í eldhúsinu í jólaundirbúningnum.  Kom hér heim um daginn og sagði að allar mömmur væru að baka smákökur fyrir jólin. 

hmmmmm........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

ooohh ég skil þig 169% varðandi kvíðann fyrir jólin... ég kannast við það... ég er eimitt þessa dagana að skammast yfir sjálfri mér fyrir að hafa ekki meiri áhuga á þessum tíma... ég er ekki tilbúinn í að jólin séu að koma... en eitt er víst þau koma hvernig sem okkur líður... knús... farðu vel með þig...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.12.2008 kl. 19:07

2 identicon

Æi sæt systkinin hurru ég á nóg af uppskriftum ef þig vantar ezzkan

Jokka (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:08

3 identicon

Kryddkakan hennar mömmu klikkar ekki, Randalína. Á uppskrift ef þig vantar. Jólalykt í húsið og stemming fyrir börnin, tekur enga stund ef þú átt blástursofn. Þú lætur bara vita ;)

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband