Erfiður dagur...

Hann er ekki mikið jólabarn hann Siggi Tumi, samt örlaði aðeins á því í gærkvöldi hjá honum þegar við skreyttum jólatréð og settum pakkana undir.  Yfirleitt hefur þessi gjörningur verðið gerður á Þorláksmessukvöld en þar sem hún Brynja mín er að vinna fram á nótt, gerðum við það í gærkvöldi.  Hér flæða pakkarnir langt út á gólf, en það er aðeins einn pakki sem vekur tilhlökkun drengsins.  Birgitta stuðingsmamman hans gaf honum 2 pakka einn stóran og einn lítinn og það er litli pakkinn sem drengnum finnst mjög spennandi. 

Eyrún mín er mikið jólabarn... hún perlar og föndrar hér jólaskraut allan daginn... málar og teiknar, bara flott þessi stelpa. "Amma" Fía bauð henni til sín í dag, það nýtur hún sig í botn, enda dekrað við hana hægri vinstri..

Annars sit ég bara með Lite bjór í nýskúruðu húsi, búin að koma öllu frá mér og það eina sem ég þarf að gera á morgun er að fara upp í garð til mömmu og pabba og svo í matinn til Svövu systir og co annað kvöld... assgotans munur er þetta að þurfa ekkert að standa í matarstússi, enda er það ekki mín besta hlið. Hann Hilmar mágur minn er sá besti kokkur sem ég þekki.... hlakka bara til að mæta í jólamatinn !! Ég er ákveðin í því að njóta jólanna.... sjá gleðina hjá börnunum mínum þegar þau opna gjafirnar, glampann í augunum og fallega brosið þeirra.... 

Kertin brenna, birta fer

bráðum hækkar sólin.

 Guð og gæfan gefi þér,

góð og blessuð jólin. 

(KB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt jólið elsku frænka mín.

Bubbi J. (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:09

2 identicon

Gleðileg jól ljúfan mín, sendu systir þinni og fjölskyldu hennar jólakveðju frá mér

Jokka (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Anna Guðný

Gleðileg jól þú og þín fjölskylda

Anna Guðný , 24.12.2008 kl. 20:50

4 identicon

Gleðileg jól og hafðu það alltaf sem best.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 23:05

5 identicon

Gleðileg Jól Siffa mín

kveðja frá okkur á Dalvík

Hófý Skúlad (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband