hmmm... skil þetta ekki alveg..

nú er ég næstum alveg bit... málið er að ég er búin að vera að drepast í bakinu *grenj* get ekki setið nema í max 20. mínútur þá bara festist ég.   Ég talaði við heimilislækninn minn í gær sem leist ekki á mig... sagði mér að hringja í Bæklunarlækni hér á Akureyri og biðja hann um að sprauta mig, enda ástandið á mér eiginlega frekar slæmt.  Ég geri það svo í morgun.... hringi í ritara bæklunarlæknissins góða sem er víst voða klár að sprauta....  sem tók niður nafn og símanúmer hjá mér, svo að hann gæti hringt í mig til baka.   Hún sagði svo að viðkomandi læknir væri í fríi þessa vikuna en ef ég væri ekki búin að heyra í honum fyrir ÁRAMÓT þá ætti ég að hringja aftur..... ÁRAMÓT !!!!!  Við erum að tala um 3 vikur er það ekki !!!!  Getur það tekið "læknamanninn" 3 vikur að hringja í mig !!!!!!!! 

 

En svo að góðu fréttunum..... Skilaði af mér ritgerðinni í morgun í vinnulagi, fékk lokaeinkunina í aðferðafræði í dag, náði og gott betur en það.  Frestaði prófinu í Þjóðfélagsfræði fram í janúar,  sem ég átti að fara í á morgun... enda get ég ekki setið.... sem þýðir það að ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ:=) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3 VIKUR!! WTF!!! hvað er málið?? eins gott þú sért ekki á grafarbakkanum kona! urrrrrr

En til hamingju með prófin hehe....

Jokka (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:42

2 identicon

Verst að geta ekki komið með töfralausn fyrir bakið þitt, aðeins samúðarkveðju með von um bata. Annars til hamingju með góða útkomu í prófinu og gangi þér sem best í náminu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með prófin. Ótrúlega dugleg.

Je dudda mía hvað börnin þín eru lík og hvað myndirnar af þeim eru sætar hérna neðar á síðunni. Drengurinn þinn gat ekki valið sér betri vettvang til að láta í sér heyra þarna á Amtsbókasafninu. Hann er yndislega fallegur.

Mér finnst þú hörku kona. Ég verð að segja að ég er ekki viss um að ég gæti staðið ein í þessu. Hvernig er það, er ekki boðið upp á systkinanámskeið þarna fyrir norðan? Hef ekki notað það sjálf en það er látið ofsalega vel að slíku fyrir systkini fatlaðra barna. Eflir sjálfstraust þeirra og bætir líðan að kynnast öðrum í sömu stöðu.

Hvers konar fólk er það sem gerir athugasemdir við stuðningsfjölskyldu-systemið. ARGH ég þoli ekki svona besserwissa.

Haltu þínu striki.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.12.2008 kl. 10:17

4 identicon

Ég þekki þig ekki neitt, bara datt hingað inn af annarri síðu.

Mikið dáist ég að dugnaði þínum. Ég á einn lítinn sem er líklegast með ódæmigerða einhverfu (er í greiningarferlinu) og er í námi og stundum langar mig að garga. Samt er ég með einn stóran strák og manninn minn. 

Ég las aðeins yfir bloggið þitt og mér finnst þú svakalega dugleg. Augljóst að þú átt góða að og frábært að þú sért með stuðningsfjölskyldu. Það eru margar góðar ástæður fyrir því að þær eru til, bæði fyrir þig og hin börnin og ekki síður fyrir drenginn.  :)

Baráttukveðjur

Sirrý (ókunnug)

Sirrý (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Sifjan

Æji takk fyrir..... annars kann ég ekki að taka hrósi, fæ oft að heyra það hvað ég sé dugleg.... en í alvörunni, á ég annars kosta völ ?? 

Ég viðurkenni að ég er oft að fara yfirum, langar að taka drenginn og henda honum út um gluggan (nei kannski ekki alveg....... en samt :=/ ) en ég viðurkenni það.. og Sirrý, ég garga bara:=)

Hvað varðar systkinanámskeiðin þá eru þau ekki í boði hér fyrir norðan, því miður.  Hef eins og þú Jóna bara heyrt góða hluti af þessu námskeiði.  

Stuðningsfjölskyldan mín kom af himnum ofan fyrir ári síðan... er einmitt að fara á morgun og skrifa undir áframhaldandi samning... þau losna sko ekki auðveldlega við okkur.... 

Sifjan, 16.12.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband