Tilkynnt um ísbjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.1.2010 | 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að fara út í ísbúð og kaupa ís fyrir 5 manna fjölskyldu kostar rúmlega 3000 kr. Ein bíóferð fyrir 5 manna fjölskyldu kostar með poppi og kók ca. 6000 kr. Að sjá Sveppa í leikhúsi kostar fyrir 5 manna fjölskyldu 14.000 kr, bara miðaverðið...
Ég er svo heppin að eiga 5 ára einhverfan strák... sem er með þráhyggju fyrir Sveppa. Hann uppverðasta allur upp drengurinn þegar Sveppi er í sjónvarpinu og ég er ekki frá því að Sveppi eigi mikið til í málþroska drengsins og félagsfærni hans. Eftir að hann Siggi Tumi fór að horfa á Sveppa diskana þá fóru að koma langar setningar frá honum, eins og "Stattu hérna vinsta megin við mig"... tók svo seinna eftir að þetta var setning af diskinum.
Hann Sigga Tuma dreymir um að komast suður og sjá Sveppa í leikhúsinu. Ég fór svo að reikna út hvað það myndi kosta fyrir mig að fara með krakkana suður í helgarferð, þar sem frumburðurinn minn verður 16 ára í mars. Væri gaman að skella sér keyrandi suður, fara í leikhús og sjá Sveppa, kannski ein ferð á veitingastað í pizzu, kaupa ís fyrir liðið en þegar talan var komin í 50.000 kall og ekki var búið að reikna með neinni Smáralindaferð fyrir 16 ára dótturina, né ferð í Húsdýragarðinn og ekki heimferðinni þá bara hætti ég að reikna !!!
Bloggar | 27.1.2010 | 01:17 (breytt kl. 09:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er svona fréttnæmt við þessar fréttir.. ef ég vissi ekki betur þá væri mín fyrsta hugsun eftir lesturinn að það væri gúrkutíð .. er þetta kannski nýjasta trendið í fréttum...
"Ung stúlka var flutt á sjúkrahús eftir að hafa fundið til eymsla í hægri ökkla. Við nánari skoðun kom í ljós að hún var tognuð. Stúlkan fékk að fara heim eftir skoðun og borgun"
Fékk yfir sig heitt vatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2010 | 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
.. það sem ég þurfti nákvæmlega að vita... *sagtmeðkaldhæðni*...
Hvernig er hægt að velta sér upp úr svona málum... þarf heimurinn virkilega að vita hvernig hún Elín komst að þessu.. það eina sem ég spyr mig eftir þessa frétt er hvers vegna Tígri þarf á svefnlyfjum að halda, afhverju kemur það ekki fram .. kannski ég sæki bara um hjá Daily Beast !!!
Hvernig Elin komst að ótryggð Tigers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.1.2010 | 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
76 blaðamenn drepnir á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.12.2009 | 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
... þú ert pottþétt alkóhólisti !!!
Mér finnst einfaldlega að reglur um áfengi ættu þá að vera þær sömu og um reykingarnar.
#Engar þá meina ég engar auglýsingar um áfengi (heldur ekki léttbjór) !!
#Hvort sjáum við fleiri auglýsingar um áfengi eða sígarettur ??
#Aldrei aftur ölvaður maður eða með áfengi í hönd í ísl. bíómyndum já eða í ísl. sjónvarpsefni. Engar dulbúnar auglýsingar um áfengi í matreiðsluþáttum sem framleiddir eru..
#Hætt verði sölu á áfengi í sjoppum. Áfengi er selt í sjoppum úti á landi. Ég hef oftar en einu sinni farið í sjoppu á Dalvík og fengið mér hamborgara og bjór.
# Vernda á þá líka þá starfsmenn sem starfa á veitingahúsum og börum eða annarsstaðar þar sem áfengi er haft um hönd.
# Verð á áfengi verði það hátt að það komi til með að dekka allan kostnað ríkisins vegna fólks sem á við áfengisvandamál að stríða..
#Áfengi verði skilgreint sem ávana- og fíkniefni
#Ölvaðir þingmenn í þingsal verði umsvifalaust reknir úr starfi.
#Íslenska ríkið komi ekki til með að dekka neinn áfengiskostnað... það verði einfaldlega bara boðið upp á Epladjús í opinberum heimsóknum o.þ.h.
Og að lokum að börn fái ekki að fara með foreldrum sínum í áfengisverslanir.
Bloggar | 12.9.2009 | 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 12.9.2009 | 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
... var að klára bókina "Baráttan fyrir börnin, reynslusaga móður af einhverfu", eftir Kareni Kristínu Ralston. Þessi bók er bara yndisleg, ég las hana á 2 kvöldum en á eftir að lesa hana aftur og þá á aðeins hægari lestri.
Það er alveg ótrúleg upplifun að lesa bók og upplifa sjálfa sig á hverri blaðsíðu. Ekki ósvipað og þegar ég las snilldar bókina "Sá einhverfi og við hin" eftir Jónu Gísladóttur. Ég á stundum mjög erfitt að lesa svona bækur, á það til að upplifa sorg og minningarnar flæða fram. Stundum falla tár. Einhvernvegina þá sé ég samt hlutina mun skýrar og get útskýrt fyrir sjálfri mér að drengurinn minn var/er svona afþví að hann er einhverfur, ekki að því að ég var svona misheppnuð.
Hann á 2 systur sem í dag eru Eyrúnu Töru 8 ára og Brynju 15 ára. Brynja hefur lítið náð til Sigga Tuma en annað mál er með Eyrúnu Töru, þau eru miklir vinir. Fyrir um einu og hálfu ári síðan, vil ég segja að Siggi Tumi hafi uppgvötað að Brynja væri hluti af fjölskyldunni, hann talaði aldrei við hana af fyrra bragði og einfaldlega hunsaði hana oft á tíðum. Einn daginn eftir leikskóla þá kom hann inn og sagði í dyrunum "hvar er Brynja". Ég missti einfaldlega andlitið.... hann var að spyrja um systur sína af fyrra bragði og vildi vita hvar hún væri. Hann var að fatta það að Brynja ætti heima hjá okkur og væri hluti af fjölskyldunni, 3ja ára gamall.
Í bókinni hennar Karenar er mikið talað um mataræði og hvernig það hefur breytt drengjunum hennar, mjög áhugavert og kannski eitthvað sem ég ætti að skoða betur. Held samt að ég gæti þetta aldrei og ber mikla virðingu fyrir þessari konu fyrir staðfestu og ákveðni hvað varðar leikskóla og skólagöngu drengja hennar, ótrúleg barátta sem þessi kona hélt út.
Annars er það helst að frétta af þessu heimili að Eyrún Tara mín er 8 ára í dag, búið að vera afmælisveisla fyrir bekkinn hennar og afþví að ég er svo hræðilega leiðinleg og löt þá sleppum við æfmælisveislu fyrir fjölskylduna og vini og förum bara í Vín í ís og svo út að borða í kvöld. Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég ekki að höndla afmælisveislur þegar Sigurður Tumi er heima.
Skólinn hjá mér er kominn á fullt, sé fram á mjög skemmtilega önn með frábærum kennurum og skemmtilegum samnemendum. Sem sagt allt í rútínu sem þýðir að lífið gengur barasta bærilega !!!
Bloggar | 6.9.2009 | 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef alveg staðið í þessum sporum, vera staublönk einstæð móðir og eiga ekki pening fyrir skólabókum. Ég mætti þó í skólann á tilsettum degi, verslaði mér ljósritunarkort og til að byrja með þá ljósritaði ég það sem ég þurfti á að halda, og lærði svo á bókasafninu þar sem ég gat fengið bækurnar að láni !!!
Vantar alveg sjálfsbjargarviðleitnina í fólkið í landinu !!!
Hætta við skólavist vegna fjárskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.8.2009 | 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stundum finnst mér heimurinn vera orðin svo furðulegur.. eða er það kannski ég. Þarf að veita unglingum í dag áfallahjálp ef þeir komast ekki inn í þá skóla sem þeir vilja !!!
Hvernig verður þetta þá í framtíðinni.. koma þessir krakkar þá til með að vilja áfallahjálp þegar eitthvað gengur ekki upp í lífinu, t.d. fá ekki þá vinnu sem þeir sóttu um.
Þvílíkt og annað eins rugl !!!!
Maður ætti kannski að fara að mennta sig sem áfallahjálpara.. verður nóg að gera í framtíðinni með þessu áframhaldi...
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.6.2009 | 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar