Baráttan fyrir börnin

... var að klára bókina "Baráttan fyrir börnin, reynslusaga móður af einhverfu", eftir Kareni Kristínu Ralston.   Þessi bók er bara yndisleg, ég las hana á 2 kvöldum en á eftir að lesa hana aftur og þá á aðeins hægari lestri. 

einhverfukapan.jpgÞað er alveg ótrúleg upplifun að lesa bók og upplifa sjálfa sig á hverri blaðsíðu.  Ekki ósvipað og þegar ég las snilldar bókina "Sá einhverfi og við hin" eftir  Jónu Gísladóttur.  Ég á stundum mjög erfitt að lesa svona bækur, á það til að upplifa sorg og minningarnar flæða fram.  Stundum falla tár.  Einhvernvegina þá sé ég samt hlutina mun skýrar og get útskýrt fyrir sjálfri mér að drengurinn minn var/er svona afþví að hann er einhverfur, ekki að því að ég var svona misheppnuð.  

Hann á 2 systur sem í dag eru Eyrúnu Töru 8 ára  og Brynju 15 ára.  Brynja hefur lítið náð til Sigga Tuma en annað mál er með Eyrúnu Töru, þau eru miklir vinir.   Fyrir um einu og hálfu ári síðan,  vil ég segja að Siggi Tumi hafi uppgvötað að Brynja væri hluti af fjölskyldunni, hann talaði aldrei við hana af fyrra bragði og einfaldlega hunsaði hana oft á tíðum.  Einn daginn eftir leikskóla þá kom hann inn og sagði í dyrunum "hvar er Brynja".  Ég missti einfaldlega andlitið.... hann var að spyrja um systur sína af fyrra bragði og vildi vita hvar hún væri.  Hann var að fatta það að Brynja ætti heima hjá okkur og væri hluti af fjölskyldunni, 3ja ára gamall.   

Í bókinni hennar Karenar er mikið talað um mataræði og hvernig það hefur breytt drengjunum hennar, mjög áhugavert og kannski eitthvað sem ég ætti að skoða betur.  Held samt að ég gæti þetta aldrei og  ber mikla virðingu fyrir þessari konu fyrir staðfestu og ákveðni hvað varðar leikskóla og skólagöngu drengja hennar, ótrúleg barátta sem þessi kona hélt út.

photo_670.jpgAnnars er það helst að frétta af þessu heimili að Eyrún Tara mín er 8 ára í dag, búið að vera afmælisveisla fyrir bekkinn hennar og afþví að ég er svo hræðilega leiðinleg og löt þá sleppum við æfmælisveislu fyrir fjölskylduna og vini og förum bara í Vín í ís og svo út að borða í kvöld. Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég ekki að höndla afmælisveislur þegar Sigurður Tumi er heima.    

Skólinn hjá mér er kominn á fullt, sé fram á mjög skemmtilega önn með frábærum kennurum og skemmtilegum samnemendum.   Sem sagt allt í rútínu sem þýðir að lífið gengur barasta bærilega !!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með litlu kópíuna. Ást að sunnan

Ingibjörg (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:50

2 identicon

Get ekki annað en dáðst að því hvað þetta er vel skrifað og mikið eruð þið lík á myndinni. Sjálfur veit ég því miður svo lítið um einhverfu en óska þér alls hins besta í þessu krefjandi uppeldi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 19:20

3 identicon

Til hamingju með fallegu dóttur þína skvís ;) baráttukveðjur ;D

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:52

4 identicon

Til hamingju með litlu ljúfan mín

Jokka (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband