Stolt mamma !!

Photo 230Ég er stolt móðir... ég er mjög stolt af öllum börnunum mínum en það er  Brynja (14 að verða 15 ára) sem hefur átt hug minn síðustu daga... hér gengur heimilislífið á með skini og skúrum... 

Hún fékk símtal í síðustu viku þar sem hún var beðin um að sitja í ungmennaráði Akureyrarbæjar, Brynja mín  var eini unglingurinn valin úr öllum 8 til 10 bekkingum í Oddeyrarskóla, Brekkuskóla og Lundarskóla til að sitja í þessi bæjarráði.  Ef þetta fær ekki móðurhjartað til að taka aukaslag af monti !!!  Hún er sem sagt komin í bæjarráð hjá Akureyrarbæ aðeins 14 ára gömul og kemur því til með að hafa áhrif á störf bæjarins sem við kemur unglingunum okkar..  og ekki nóg með það að stelpan sé klár þá er hún líka gullfalleg... var líka valin prinsessa 9 bekkjar um daginn... 

Photo 237Hún tekur flestu með ró og skynsemi... t.d. hefur fullorðin kona sem tengist henni verið að gera henni lífið leitt... og Brynja tekur því á mjög skynsaman hátt... segir að viðkomandi kona sé greinilega sjúk, en að sjálfsögðu líður henni ílla yfir þessu öllu saman.  Þessi leiðindi hafa gengið ansi langt og leitaði ég aðstoðar í dag og fæ vonandi hjálp til að þessu ljúki. Þeir aðilar sem ég talaði við í dag voru gjörsamlega gáttaðir á því hvernig fullorðið fólk geti hagað sér og látið vanlíðan sína bitna á 14 ára gömlu barni !!!

En það þarf miklu miklu meira en sjúka konu út í bæ til að fella okkur... við höldum göngu okkar bara áfram... og hún liggur upp á við hjá okkur..... þrátt fyrir smá úrkomu !!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Tekur hún þá fyrsta sæti sjálfstæðismanna í norðurkjördæmi? Það er gott að vita að maður á skyldmenni í bæjarstjórn Akureyrar. Allavega hefði það verið gott fyrir svona 20 árum síðan.

Sjúk kona að gera ykkur lífið leitt? Guð má vita Sif hvað margir sjúkir hafa verið í kringum okkur, við erum samt alveg góð ennþá

S. Lúther Gestsson, 10.2.2009 kl. 01:32

2 identicon

Vá til hamingju með þetta þið báðar fallegu mæðgur finnst þetta algjör snilld!

Sjúkt fólk...skemmir meir fyrir sér sjálfum en öðrum...en auðvitað er allt svona erfitt og sárt..

Heyrumst fljótlega...knús frá mér til ykkar

Jokka (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:27

3 identicon

Frábært og til hamingju. Svona meðbyr og hvatning hlýtur að vera mikilvæg fyrir einstæða móður sem þarf að hafa fyrir lífinu. Greinilega mjög efnileg stúlka.

Það geta sjálfsagt flestir sagt frá viðskiptum sínum við sjúkt fólk, að sjálfsögðu vil ég ekki gera lítið úr slíku. Ég hef lent í slíkum hremmingum, sem ég hefði svo sannarlega viljað sleppa við, en það vakti áhuga minn á sálfræðigrúski. Hef ég lesið mig svolítið til um slíkt og hefur það hjálpað mér mikið til að skilja vandann og þola.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Sifjan

Uhhh... Lúther... sjálfstæðisflokkurinn, hélt að þú þekktir mig aðeins betur en það .=/

Jú það er rétt hjá ykkur Húnbogi og Jokka... sjúkt fólk er allsstaðar, en það ætti að snúa sér að einhverju öðru en 14 ára gömlu barni, sem ekkert hefur gert af sér nema þá helst að vera sjálfstæð, kunna að svara fyrir sig og lætur ekki vaða yfir sig á drullugum skónum.  Svo væri nú auðveldara ef þetta væri ekki kona sem tengist henni mjög mikið...   en takk þið bæði tvö fyrir falleg orð :=)   

Æji þessi stelpa hefur bara gengið í gegnum nógu mikið síðustu ár, svo miklu miklu meira en 14 ára gamalt barn ætti að hafa gert..... tekið öllu með jafnaðargeði saman hvað hefur dunið á hana...:=(

Sifjan, 10.2.2009 kl. 13:06

5 identicon

Já Sif mín þú mátt svo sannarlega vera stolt af henni Brynju þinni(Lillu litlu)hún er sko allgjör skorungur þessi dama.En þessi kona sem um ræðir hefur algjörlega sínt hvaða manneskju hún hefur að geyma,það er ótrulegt að svona fólk fái að ala upp börn því að enginn lætur svona lagað út úr sér sem á að heita heill á geði.Haldið áfram að vera svona duglegar mæðgur,vildi oft að ég hefði allan þennan dugnað sem þið hafið.KV Stóra SYSTA

Svava systir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:29

6 identicon

Hæhæ sæta þú mátt nú alveg vera stolt að henni Brynju hún er svo klár stelpa :)en annars bara kvitt kvitt sæta :)

kveðja Alda í DK.

Alda í Dk (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband