Tannlæknar og klippikonur !!

Ég fór með Eyrúnu til tannlæknis í síðustu viku ...sem er ekki frásögu færandi og borgaði rúmlega 7000 krónur fyrir skoðun, myndir, hreinsun og flúor.  Ég er kannski frekar skrítin en mér finnst það ekki mikill peningur svona miðað við margt annað. 

Hvað er maður að borga fyrir klippingu og strípur 13.000... er það ekki svona normal verð í dag fyrir að setjast í stólinn á hárgreiðslustofu nú til dags.  Ég fór með krakkana í klippingu líka í síðustu viku (já ég veit... ég er svooo dugleg) og fyrir Eyrúnu borgaði ég 2500 krónur og 2000 kr. fyrir Sigga litla.  Að vísu finnst mér að ég hefði átt að borga meira fyrir hann, þar sem klippikonan okkar þarf virkilega að hafa mikið fyrir honum í stólnum... hún hefur einstaka þolinmæði og lætur eitt og annað yfir sig ganga á meðan hún klippir hann t.d. leyfir honum að spreyja vatni yfir sig alla... það er allt gert til að halda honum góðum.  Annars er þetta í fyrsta skiptið sem ég fer með hann í klippingu og þarf ekki að halda honum niðri á meðan hún rýjar hann :=)

Á morgun á hann svo tíma hjá tannlækni líka (já ég veit.... ég er svooo dugleg) og það verður sjálfsagt eitthvað skrautlegt.... að vísu er ég búin að búa hann nokkuð vel undir heimsóknina.. en samt... ég á ekki von á því að hann setjist í stólinn... hvað þá opni á sér munninn.  

En um þá heimsókn verður skrifað í næstu færslu... spennandi !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bíð spennt!

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 08:54

2 identicon

Það er fullt að gera hjá þér heillin

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband