Þú ert Sveppi.... ég er Villi !!!

Það er bara magnað hvað drengurinn minn er orðin flottur í  ímyndunarleikjum.  Hann er með fullt af frösum úr mörgum teiknimyndum á hreinu og er með ótrúlegan orðaforða þegar hann byrjar á frösunum. 

Hér leyndist í einum jólapakkanum DVD myndin með Sveppa.  Sveppi á vin sem heitir Villi og þeir lenda greinilega í mörgum skemmilegum uppákomum og ævintýrum.... svona ef marka má minn mann !!!

Í kvöld þegar drengurinn sat á klósettinu að kúka... kallar hann á mig.  Tilkynnir mér að ég sé Sveppi og hann Villi.  Þarna sat gaurinn og upp úr honum rann þvílíka runan og flottasti ýmindunarleikur sem ég hef séð hjá honum.  Sturtuklefinn var orðinn af skápnum hans Sveppa og inn í skápnum leyndist bæði græn skrímsli og vampýrur.  Það þarf að ná í spegla, veit svo sem ekki alveg til hvers þeir eru notaðir... en pottþétt eitthvað í sambandi við vampýrurnar.  Mamma hans Sveppa kemur reglulega inn í herbergið til hans og skammast og segir honum að fara að laga til allt draslið.  Þeir ferðast út í geiminn... eða réttara sagt Sveppi skildist mér... og Villi kallaði á hann og sagði honum að koma aftur.  

Þessi stund var alveg frábær sem við áttum þarna saman inni á baði... ég hló og hló... en það mátti ekki.. bara hvísla, annars kæmu vampýrurnar.   Hann sagði þarna ótrúlegustu orð sem ég hef ekki heyrt frá honum áður eins og t.d. hægramegin og sóðalegur... Held að ég verði að gefa mér tíma til að horfa á þessa mynd með drengnum. 

Annars fór ég á myndina Sólskinsdrengurinn í dag... mögnuð heimildamynd um baráttu móður sem á einhverfan son.  Hann Siggi Tumi minn er með dæmigerða einhverfu en ekkert í líkindum við drenginn í þessari mynd, samt sem áður gat maður samsvarað sig í mörgu sem kom fram í þessari mynd og á köflum átti ég mjög erfitt með mig.  Ég kannast samt alveg við það að berjast fyrir barninu sínu, það hefur stundum reynt á það hjá mér.  En ég er samt að fá nokkuð góða þjónustu fyrir hann, hann er núna í iðju- og talþjálfun og ég er að bíða eftir að komast aftur með hann í sjúkraþjálfun, vona bara að hann fari bráðum að komast að.  Sjáiði bara hvað hann er flottur þessi gaur :=)

 Photo 328IMG 3411


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Glæsilegur fulltrúi glæsilegrar fjöldskyldu, ímyndunaraflið á hann ekki langt að sækja, Svava okkar.....

S. Lúther Gestsson, 25.1.2009 kl. 01:16

2 identicon

Bídddddddddddddddu Lúther minn er ímundunaraflið hjá mér eitthvað mikið.Já Sif mín hann er flottur hann Siggi litli það verður ekki af honum skafið lilta gaurnum.Vildi bara svo sannarlega að hann væri ekki svona annnnnnsk leiðinlegur við frænku sína,en hann hlýtur að fara að átta sig á því að ég er barasta allveg ágæt þegar á reynir:)

Svava systir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:05

3 identicon

Fottastur.

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband