takk þú sem kallaðir mig nautheimskan bloggara...

... þú ert pottþétt alkóhólisti !!!

Mér finnst einfaldlega að reglur um áfengi ættu þá að vera þær sömu og um reykingarnar.

#Engar þá meina ég engar auglýsingar um áfengi (heldur ekki léttbjór) !!

#Hvort sjáum við fleiri auglýsingar um áfengi eða sígarettur ??

#Aldrei aftur ölvaður maður eða með áfengi í hönd í ísl. bíómyndum já eða í ísl. sjónvarpsefni. Engar dulbúnar auglýsingar um áfengi í matreiðsluþáttum sem framleiddir eru..

#Hætt verði sölu á áfengi í sjoppum. Áfengi er selt í sjoppum úti á landi. Ég hef oftar en einu sinni farið í sjoppu á Dalvík og fengið mér hamborgara og bjór.

# Vernda á þá líka þá starfsmenn sem starfa á veitingahúsum og börum eða annarsstaðar þar sem áfengi er haft um hönd.

# Verð á áfengi verði það hátt að það komi til með að dekka allan kostnað ríkisins vegna fólks sem á við áfengisvandamál að stríða..

#Áfengi verði skilgreint sem ávana- og fíkniefni

#Ölvaðir þingmenn í þingsal verði umsvifalaust reknir úr starfi.

#Íslenska ríkið komi ekki til með að dekka neinn áfengiskostnað... það verði einfaldlega bara boðið upp á Epladjús í opinberum heimsóknum o.þ.h.

Og að lokum að börn fái ekki að fara með foreldrum sínum í áfengisverslanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar að svara því sem þú setur fram hérna. Sérstaklega þar sem þú setur fram nokkra hluti sem virðast vera byggðir á misskilningi. 

Með því að taka tóbak úr almenni sölu þá er verið að setja nákvæmlega sömu reglur um það og gilda í dag um áfengi.

Í dag er bannað að auglýsa áfengi og sígarettur. Menn brjóta þessar reglur hiklaust í dag, sérstaklega þegar kemur að áfengi.  Þessvegna sjáum við fleiri auglýsingar með áfengi.

Það þykir ekki siðlegt að vera ölvaður eða með tóbak um hönd í íslensku sjónvarpi, þegar kemur að leiknu efni þá er málið allt annars eðli. Það er erfitt að herma eftir raunveruleikanum ef ekki má sýna reykingar og drykkju. Það er að vísu bannað að láta glitta í hvaða tegund áfengis eða tóbaks er notað. Það væri brot á tjáningarfrelsi að banna reykingar og drykkju í skáldskap sem er leikinn fyrir framan myndavélar.

Ef áfengi er selt í sjoppu út á landi er það lögbrot!!! Þú ættir að tilkynna það ef satt reynist.

Það þarf ekki að vernda fólk fyrir áfengi á vínveitingastöðum eins og tóbaksreyk þar sem það er erfitt að verða fyrir óbeinni áfengisdrykkju eins og reykingum. Fólk er t.d. ekki í neinni hættu að fá krabbamein út af óbeinni drykkju eins og með tóbakið. 

Það mætti kannski hækka verð á áfengi, sammála þér þar.

Áfengi er skilgreint sem ávana og fíkniefni í dag, eins og stendur til með að gera með tóbak. Þegar tóbak verður skilgreint eins, þá munu ákveðin lög ná utan um tóbaksneyslu líkt og áfengisneyslu. 

Já það er rétt hjá þér að það eigi að reka ölvaða þingmenn úr starfi, þetta líðst ekki hjá öðrum starfstéttum að mæta ölvaður í vinnuna. Finnst líka rétt að fólk sem reykir geti gert það í kaffihléum og matartímum eða öðrum tímum sem fólk er ekki að vinna fyrir laununum sínum, ekki á vinnutíma.

Það er líka góð hugmynd að hið opinbera hætti að bjóða fólki upp á áfengi, hef aldrei skilið tilganginn með því.

Mér finnst nú ansi hart að banna fólki að taka börn með sér inní áfengisverslanir, þær þyrftu þá að koma upp barnapössun fyrir fólk. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:56

2 Smámynd: Anna Guðný

Ég mæli með því að við förum af stað hér á Akureyri og bönnum allt áfengi í boðum í Listagilinu. Engar opnanir lengur þar sem boðið yrði upp á vín.

Held að það myndi breyta miklu hér.

Hafðu það annars bara gott

Anna Guðný , 14.9.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband