það er spurning um að redda sér, frekar en að leggja árar í bát !!

Ég hef alveg staðið í þessum sporum, vera staublönk einstæð móðir og eiga ekki pening fyrir skólabókum.  Ég mætti þó í skólann á tilsettum degi, verslaði mér ljósritunarkort og til að byrja með þá ljósritaði ég það sem ég þurfti á að halda, og lærði svo á bókasafninu þar sem ég gat fengið bækurnar að láni !!! 

Vantar alveg sjálfsbjargarviðleitnina í fólkið í landinu !!!


mbl.is Hætta við skólavist vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að þú ert stolt af þér en samt . Reyna að sjá kjarnan í fréttum í stað spegilmyndar.

m (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Sifjan

held að þetta sé ekkert nýtt að fólk hafi ekki efni á skólabókum, þetta er blásið upp í dag, í kjölfar kreppunnar.  Væri ekki nær að reyna að bjarga sér heldur en að sitja heima með hendur í skauti og gefast upp. 

Ég er ekkert sérstaklega stolt af mér, finnst einfaldlega vanta sjálfsbjargarviðleitni í landann á þessum erfiðu tímum !!

Sifjan, 23.8.2009 kl. 17:16

3 Smámynd: Sifjan

og þarna kom ég með gott dæmi um það að láta ekki peninga standa í vegi fyrir skólagöngu !!

Sifjan, 23.8.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Anna Guðný

Mikið er ég sammála þér þarna. Mér finnst of mikið um það að fólk haldi að það hafi enginn hafi haft lítil peningaráð á Íslandi áður. Finnst mér oft ansi lítið gert úr því fólki sem barist hefur í gegnum tíðina.

En veistu að það er alveg ótrúlegt hvað hugsunarhátturinn hefur breyst á nokkrum árum. Til er  stór hópur fullfrísks fólks í dag sem velur það að vera frekar á atvinnuleysisbótum  en að fara að vinna í sláturhúsi. Ástæða: Jú, það er svo subbulegt að vinna með blóð að það getur ekki hugsað sér það. Og þetta er samþykkt ástæða. Samt held ég að flestir þeirra borði lambakjöt.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 26.8.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband