áfallahjálp... er ekki í lagi ??

Stundum finnst mér heimurinn vera orðin svo furðulegur.. eða er það kannski ég.  Þarf að veita unglingum í dag áfallahjálp ef þeir komast ekki inn í þá skóla sem þeir vilja !!!

Hvernig verður þetta þá í framtíðinni..  koma þessir krakkar þá til með að vilja áfallahjálp þegar eitthvað gengur ekki upp í lífinu, t.d. fá ekki þá vinnu sem þeir sóttu um. 

Þvílíkt og annað eins rugl !!!!

Maður ætti kannski að fara að mennta sig sem áfallahjálpara.. verður nóg að gera í framtíðinni með þessu áframhaldi... 


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er náttúrulega engan vegin eðlilegt að ef þú leggur svona mikið á þig og færð svona háar einkunnnir þá komist þú ekki inn í, tja hvað eigum við að segja, 3-4 besta skólann(af 6) á landinu? Að leggja niður samræmdu prófin í 10 bekk eru mestu mistök sem menntamálaráðuneytið hefur gert fyrr og síðar, þetta setur allt úr skorðum! Hvernig eiga menntaskólanir að vita að nemandi með 9 í einkunn í stærðfræði úr Hagaskóla og nemandi með níu í stærðfræði úr Hlíðaskóla séu í raun og veru jafnt góðir? Þeir voru með mismunandi námsmat, mismunandi próf og mismunandi stranga kennara! Þetta er alveg út í hött

Lilja (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Sifjan

það getur svo sem alveg verið eðlilegt, enda er ég ekkert að setja út á það, að blessað barnið hafi ekki komist inn í skólann.... heldur þetta með áfallahjálpina.

Finnst frekar fáranlegt að börn þurfi á áfallahjálp að halda þó svo að þau fái ekki inngöngu í þann skóla sem þau vilja. 

Sifjan, 23.6.2009 kl. 15:26

3 identicon

Ég verð að vera sammála þessu með áfallahjálpina !!! Er ekki í lagi ?

En svo þegar að kemur að einkunnum þá eru einkunnir námundaðar í heila tölu og 8 er ekki nein ofur einkunn, svo sem góð einkunn ég er ekki að segja annað en samt sem áður enginn ofur einkunn. Það er mikil aðsókn í framhaldsskóla og þessir skólar eru bara að taka inn nemendur með TOPP-einkunnir  9 og tíu og ef að aðsóknin er eins mikil og fjölmiðlaumfjöllun gefur til kynna þá þá hafa þeir alveg rétt á að taka inn nemendur með bestu einkunninar ;)

Er nú viss um að stelpunni hafi ekki varið hafnað af grimmd og illsku, e.f.t.v þá nota skólarnir líka önnur viðmið t.d var meðaleinkunn nemenda í Hagaskóla óeðlilega há miðað við einkunnir nemenda t.d í Hamraskóla ??

Finnst nú móðirinn vera gera einum of mikið mál úr þessu, því miður ganga hlutirnir ekki alltaf upp eins og við viljum en það verður þá bara að takast á við það, finnst of langt gengið yfir strikið að tala um áfallahjálp og í raun að "hrauna" yfir aðra skóla með því að seigja óbeint að hinir skólarnir séu ekki nógu góðir fyrir barnið sitt !!!

Solla Bolla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, mín dóttir var með 10 í stærðfræði á samræmdu á sínum tíma.  Tók síðan frí í eitt ár eftir vera hálfnuð með MH en fékk synjun um að halda áfram námi í dagskóla.  Í staðinn fyrir að fá áfallahjálp, þá skráði hún sig bara í öldunginn í MH.

Guðmundur Pétursson, 23.6.2009 kl. 17:38

5 identicon

Hvað er að hjá fólki? Það flokkast varla sem lífshætta að komast ekki í MR eða Versló. Ég er ansi hrædd um að þessi móðir sé ekki að gefa dóttur sinni besta veganestið í þetta ferðalag sem lífið er. Er það ekki hluti af lífinu að takast á við lægðir þar sem hlutir ganga ekki upp eins og maður vill?

linda (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 19:02

6 identicon

Ég hef nú farið í 8 framhaldsskóla hérna á Íslandi - byrjaði náttúrulega í Versló en grútleiðinleg bisnessfög voru bara ekki að heilla mig og það var sami páfagaukslærdómurinn þar eins og í M.H., M.K., F.B., M.Í., V.M.A., M.A., F.Á. og meira að segja eru líka páfagaukar í H.A., Bifröst og H.Í. - því miður!

Fór reyndar aldrei í M.R. - kannski missti ég af einhverju þar en á bágt með að trúa því. Ég verð að segja að bestu kennsluna fékk ég á árunum sem liðu á milli þess sem ég var í skóla ;)- enda lífið besti skólinn!

Bókleg menntun er ofmetin! - sjáiði bara alla vitringana úr M.R. og Versló sem hafa kollsteypt landi og þjóð í siðlausa skuldasúpu ;)

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:24

7 Smámynd: Ellert Júlíusson

Vona að þessi kona átti sig á því fyrr en síðar hvaða skilaboð hún er að senda dóttur sinni.

Allt í lagi að berjast fyrir hlutunum, en guð minn góður...að fara vælandi með svona málstað í blöðin!!!!

Sótti um MS á sínum tíma með Versló og MR sem vara, komst inn í MS, þurfti ekki áfallahjálp.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 24.6.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband