Við Siggi Tumi litli 4ra ára einhverfi sonur minn áttum eftirfarandi samtal í kvöld..
Ég: Hvað heitir þú ?
ST: Je Siggi Tumi
Ég: Hvað ertu gamall?
ST: Je friggja ára (hann er reyndar 4ra ára en segist alltaf vera 3ja ára)
Ég: Hvað heitir mamma þín?
ST: Þú (ég veit samt að hann þekkir nafnið mitt)
Ég: Hvað heiti ég.
ST: Þú mamma
ÉG: Áttu pabba
ST: Já hann faðir (hmmmm??)
Ég: Hvað heitir hann ?
ST: Rúnarsson (segir alltaf að pabbi sinn heiti Rúnarsson)
Ég: En áttu systur
ST: Hann er systir. (bendir á Eyrúnu systir sína.. hann virðist ekki kunna muninn á hann og hún, ekki heldur stelpu og strák)
Ég: Hvar áttu heima
ST: ....ekkert svar..
ÉG: Áttu hús
ST: Já bláa
-----------------------------
Það er með ólíkindum hvað drengnum hefur farið fram í tali og orðaforða, það koma ný orð í hverri vikur hjá honum og það nýjasta er "kúkalabbi" Hann fokreiddist við mig nýlega, rauk inn í herbergi og skellti á eftir sér hurðinni og svo var öskrað... "mamma kúkalabbi, mmmaammmaa kúkalabbi"
.......................................
Systkinin voru að leika sér inni í herbergi þegar Eyrún kemur fram og segir við mig..
"Mamma... Siggi Tumi er að syrgja mig"
"Ha, hvað meinaru"
"Hann er að kalla mig kúkalabba"
(hann var sem sagt að særa hana)
...................................
Eyrún las á pakkana á aðfangadagskvöld
"Til Brynju frá bbbeeeeennnngggiiiisssóóónnnn... er þessi pakki frá einhverjum útlendingi" (var frá Birgi þór)
..............................
Eyrún: "Mamma, verður Tumi alltaf ranghverfur" (einhverfur)
.................................
Eyrún við Brynju:
"Brynja, mamma var að kaupa handa mér rafhlöður" (átti víst að vera grifflur)
............................
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tala þau ekkert um uppáhalds frænda sinn?
S. Lúther Gestsson, 28.12.2008 kl. 00:10
þau eru yndisleg þessi börn mín 10 ára spurði í fyrrakvöld? Mamma hvenær kemurðu aftur frá Færeyjum...?? Ha? sagði ég og fattaði svo...ég var að fara að spila í Hrísey..heh...Hrísey..Færeyjar...whatever...hehheee...
Jokka (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 12:55
hehehee....LOL... þið eruð æði... Knús og kossar...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 30.12.2008 kl. 08:25
Já eru ekki börn yndisleg. Gleðilegt ár Sif mín
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:45
Alger krútt þessir krakkar
Ég kannast vel við hvað það er mikið gleðiefni að heyra ný orð og sjá hvert skref í rétta átt. Á sjálf 2 einhverfa syni, 15 ára og 12 ára
Anna Gísladóttir, 9.1.2009 kl. 04:11
Snild Sif mín þú átt snillinga lak niður af hlátri þegar ég las þetta Blængur spurði Mamma afhverju á að skera barnið ...... það var skírn og átti að skíra þetta er bara fyndið Gangi þér annars vel
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.