Voða er tíminn fljótur að líða... það er aftur komin helgi :=)
Ég elska helgarnar.. sofa út.. já ég get sofið út þó svo að ég sé með börn á heimilinu....
Drengurinn vaknar fyrstur.. hann kemur inn til mín, raðar fjarstýringunum fyrir framan mig og pikkar svo í mig "hoffa". Ég kveiki á sjónavarpinu.. passa mig að setja á plúsinn og svo sofna ég... rumska þegar Dóra the explorer byrjar af því að þá syngur hann svo hátt með... bara krútt..
Annars fór ég snemma á fætur í morgun... jólaföndur á leikskólanum. (Afhverju þarf það alltaf að byrja svona snemma?)
Hann var ekki alveg sáttur að sjá allt þetta fólk þarna.. ekkert eins og það átti að vera og það tók mig hálftíma að koma honum inn á deildirnar og byrja að föndra. En þegar hann var komin í gang var hann óstöðvandi. Komum svo heim með ægilega flott jólaskraut... kertastjaka úr sykurmolum, kertastjaka úr geisladiski og þarna dæminu undan tekertum, pastaengla, málaðar piparkökur og kerti með servíettumynd. Já húsið okkar verður vel skreytt um jólin..
Svo röltum við niður á Ráðhústorg og sáum þegar var kveikt á jólatréinu frá Randers...
Annars nenni ég engu jóladæmi núna... er ennþá að bíða eftir að einhver komi hingað til að hjálpa mér að ná jólaskrautinu niður af háalofti.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öss þú ert svo dugleg stelpa ;) svo er jólaföndur hjá 2.bekk næsta laugardag, þarft þá ekkert meira skraut eftir það tíhí...
Jokka (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:54
Það verður svona vel skreytt hjá mér yfir jólin... úr hverju ætlum við gerum kertastjaka þá... *hugsihugs* :=)
Bara gaman að þessu .....
Sifjan, 30.11.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.