Stuðningsfjölskylda..

Þegar hann Siggi Tumi minn var greindur með dæmigerði einhveru og þroskaröskun, átti ég rétt á stuðningsfjölskyldu.  Ég hugsaði um þetta í smá tíma hvort þetta væri eitthvað sem ég ætti að þiggja.  Ég er ein með 3 börn og líf mitt snýst um þarfir hans.  Ég viðurkenni það alveg að hin börnin sérstaklega 7 ára stelpan mín hafa verið vanrækt eftir að guttinn fæddist, ég hef ekki getað sinnt hennar þörfum sem skyldi.

Ég veit að sumum finnst ég ferlega vond mamma að senda drenginn frá mér aðrahverja helgi, ég hef alveg fengið að heyra það.  En ég á önnur börn sem þarf að sinna líka... þau hafa sínar þarfir sem ég get ekki sinnt þegar hann er heima...Ég reyni, trúið mér!!!

 20080301002353_9Eyrún mín er t.d. með mörg þessi dæmigerðu einkenni sem systkini fatlaðra barna geta fengið...Hún glímir t.d. við kvíða.. hún á mjög erfitt með að skilja við mig... hún fer t.d. aldrei heim með öðrum að leika nema Evu og Helenu frænkum sínum.. hún hefur miklar áhyggjur af heilsufari mínu... hún er mjög hrædd um að ég deyji frá henni... hún á erfitt með að sofa.... hún er með miklar áhyggjur að minnstu hlutum... hún er grátgjörn... hún á við ýmis líkamleg vandamál að stríða t.d. oft íllt í maganum... hún er með mjög lélega sjálfsvirðingu og sjálfstraust... hún tekur minnstu hluti nærri sér.. hún fer aldrei neitt ein nema á Hjálpræðisherinn og stundum á bókasafnið....hún á mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar.... líður oft ílla án þess að vita út af hverju... Skólinn er að vinna vel með stelpuskottið, hún fékk um daginn úthlutað Mentorvinkonu sem fer með henni 3 klukkutíma á viku að gera eitthvað ægilega skemmtilegt.  Frábært framtak !!!

 Siggi Tumi fer glaður og ánægður til Birgittu og Þórðar aðra hverja helgi.. þá getum við stelpurnar gert það sem við viljum... Um síðustu helgi fékk Eva vinkona og frænka hennar að gista hjá henni báðar næturnar... þær gátu leikið sér eins og þær vildu án þess að einhver lítill gaur kæmi og skipti sér af þeim., eða taka tillit til eins og vanalega... Við fórum á Glerártorg og dúlluðum okkur þar... fórum á barnaskemmtun í Sjallanum með Páli Óskari..  Þegar Siggi Tumi er heim, þá getum við þetta ekki.... oft líður mér eins og ég sé föst í kassa sem ég er að reyna að komast upp úr...  Hann er reyndar orðin aðeins viðráðanlegri eftir að það var hægt að fara að tala hann til.... og múta með ís..

a6dff14b-05af-46fc-82a7-b4c03d8007e4 Sjáiði bara hvað hann er flottur í sveitinni...  (stolin mynd af síðunni hennar Birgittu)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er sniðugt þetta mentorakerfi. Dóttir mín var mentor fyrir yngri stelpu í fyrra og hún hafði mjög gaman af því og það er sem sagt líka mjög þroskandi fyrir þann sem er mentor að vinna að svona málum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.11.2008 kl. 02:12

2 Smámynd: Sifjan

Já þetta mentor er snilld... ég er búin að vera með barn/börn í skóla í 9 ár og hef aldrei heyrt um þetta fyrr en í haust.

Sifjan, 26.11.2008 kl. 03:11

3 identicon

Það er eitt sem þú ert EKKI SIF, og það er slæm móðir!! Láttu engann segja þér annað og hananú! annars er mér að mæta hihi....

Þetta kemur allt, árin líða og allt gengur betur, vittu til

Jokka (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elsku Sif... ég er sammála Jokku... það er alveg á hreinu að þú ert EKKI vond mamma... langt frá því... þú ert að sinna þínum börnum eins vel og unnt er... það er bara gott fyrir hann að hitta góða fjölskyldu og fá frí frá ykkur líka.. hvað þá sá tími sem þú getur eitt með hinum dúllunum þínum... Þú ert hetja.. einu orði sagt... knús ..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.11.2008 kl. 19:06

5 Smámynd: Sifjan

Nei nei þið megið ekki misskilja mig... ég er nefnilega frábær mamma... þó svo að þetta sé nú oft dálítið erfitt... 

En ég hef nú samt fengið að heyra neikvæðar athugasemdir og komment að hann sé hjá stuðningsfjölskyldu aðra hverja helgi :=/  

En takk samt Jokka og Magga....  ÞIð eruð báðar hetjur í mínum augum

Sifjan, 26.11.2008 kl. 19:52

6 identicon

Elsku Sif mín eitt  það besta sem gerðist hjá ykkur var þegar hann Tumi komst í stuðning til Birgittu, þetta er gott og hollt fyrir ykkur öll og líka hann.  Þú ert frábær mamma og vinkona og hefur staðið þig frábærlega. koss og knús á ykkur :*

Sæunn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:49

7 Smámynd: Anna Guðný

Sif, værirðu til í að upplýsa mig aðeins um mentor?

Anna Guðný , 28.11.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Sifjan

Mentorverkefnið er þróunarverkefni Velferðarsjóði barna sem byggist á því að nemendur fjórða bekkjar framhaldsskóla eða háskóla taka að sér barn í 1 til 4 bekk og eru með þvi í 3 klukkutíma á viku yfir skólaárið.

Kjarni verkefnisins er að háskólanemar veiti grunnskólabörnum stuðning og hvatningu. Áhersla er lögð á að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvers annars. Ungmennin fá tækifæri til að verða fyrirmyndir í lífi grunnskólabarna og jákvætt afl í lífi þeirra og börnin mynda tengsl við þroskaðan, fullorðinn aðila utan fjölskyldunnar.  

Þetta er tilvalið fyrir börn sem eru t.d. einbirni eða eiga mörg systkini, börn sem eiga fötluð systkini, börn sem eru lögð í einelti eða eiga á einhvern hátt við félagsleg vandamál að stríða....  

Held að það séu valin um 20 börn hér á Akureyri sem fá að taka þátt í þessu... 

Stórsniðugt !!!!

Sifjan, 29.11.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband