Hvað hefur áunnist....

á þessum þremur vikum sem ég er búin að vera hérna...

Vá það er ekkert lítið.  Ég gerði mér grein fyrir því að bakið væri ekki í lagi... alltaf verið að tala um svo og svo mörg brjósklos.  Ég lagðist inn á bæklunardeildina á FSA á ca 4ra mánaða fresti.....Þegar ég kom hingað gat ég varla gengið upp stigana (deildin er á 3ju hæð)... vinstri fóturinn var allur í messi... ég gat ekki gengið neinar langar, eiginlega heldur ekki stuttar, vegalengdir án þess að fara að fá í bakið og verk niður í fæturnar.  Ég átti í erfiðleikum með að sitja lengi... standa lengi, gat gert heimilisstörfin með herkjum og sum heimilsstörf gat ég eiginlega ekki gert !! Ég var frekar langt niðri andlega og orðin langþreytt...

 

Í dag þremur vikum seinna er ég eiginlega orðin allt önnur... ég geri æfingarnar mínar og þær skila árangri... bakið er orðið mun betra, sérstaklega eftir að ég fékk sprauturnar á þriðjudaginn.... vona bara að það verði til lengri tíma.  Vinstri fóturinn er orðinn mun betri, það þarf samt að þjálfa hann enn meira svo hann nái sama styrk og sá hægri, það kemur ekki bara einn, tveir og þrír.... Ég hleyp hér upp tröppurnar.... ég get setið í klukkutíma án þess að vera alveg að drepast...og ég get farið út að labba án þess að fá þessa verki í fæturna. Ég hef ekki enn fengið verk í fæturnar eftir að það var sprautað í þær í síðustu viku.  Andlega hliðin er orðin allt önnur og mig hlakkar til að takast á við lífið þegar heim verður komið :=)

En þetta er engin töfralausn.... ég verð að vera dugleg að vinna í sjálfri mér, gera æfingarnar, og stunda reglulega hreyfingu.  Ég þarf að breyta lífinu mínu og lífsstíl til að ná fram enn betri bata.  Ég verð aðeins að kyngja stoltinu... setjast niður og hugsa... hvað get ég gert og hvað get ég ekki gert... Hvað get ég gert til að auðvelda mér lífið og hjálpa mér.... Þarf ég hjálp... hvenær þarf ég hjálp og við hvað, hver getur hjálpað mér og hvernig ber ég mig að því !! !!  

Já það verður nóg að taka á þegar heim verður komið... og ég ætla að geta þetta.... ÉG SKAL !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er viss um að við erum öll hérna fyrir þig og öll af vilja gerð til að hjálpa þér elsku Sifjan mín!!!  Mundu það bara, bæði þú og við gætum komið þér á óvart ;)

Hilda (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Anna Guðný

Gangi þér vel dúllan

Anna Guðný , 14.11.2008 kl. 01:52

3 identicon

Dásamlegt!!! Sé þig sem fyrst ljúfan!

Jokka (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:44

4 identicon

Eg þekki þig nú af því að þú ríst alltaf upp aftur .. En það er dásamlegt ef þú hefur fengið bót. Kveðja til þín og velkomin í amstrið.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 02:27

5 Smámynd: Ragnheiður

Frábært að heyra hversu miklu betur gengur nú. Svona langvarandi meiðsli leggjast á sinnið á manni, maður verður vonlaus, þreyttur og þunglyndur.

Gangi þér sem best áfram

Ragnheiður , 15.11.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband