Þetta reddast og samviskubitið !!

"Ég held að þú hafir bara gott af því að vera í viku til viðbótar hérna hjá okkur, helduru það ekki líka" sagði læknirinn þegar hann kom á stofuna til mín í gær..

"Ha... viku í viðbót... umm hmmm jmmm jú ég ætti að geta reddað því" svaraði ég hikstandi...

Nokkrar spurningar flugu um hausinn á mér... bíddu... Sif... hvað með krakkana þína... varstu ekki búin að LOFA Eyrúnu að koma heim á föstudaginn.. ætli Sunneva geti verið með hana lengur.. hún er ábyggilega komin með nóg af skottunni... Hvað með strákinn... hvað á ég að gera með hann... Svava systir.. Jóhanna og Fúsi.. hvað með Birgittu... en Brynja... jú þetta hlýtur að reddast........

......svo fór samviskubitið að naga mig... get ég verið lengur.. skólinn... börninn... aðferðafræðiprófið... ritgerðin í  vinnulaginu...

En svo fór rökhugsunin í gang.... auðvitað reddast þetta .... svo fór ég að mana mig upp í að hringja og redda börnunum mínum þremur áfram í eina viku.... og það reddaðist :=) 

Maður á nefnilega svo góða að.... Sunnevan min verður áfram með skottuna...  Siggi Tumi verður áfram hjá Önnu og Fúsa sínum... og Brynjan mín áfram hjá Fíu og Júlla... Takk fyrir alla hjálpina, ég veit ekki hvernig ég færi að ef ég ætti ykkur og Svövu systur ekki að !!!!

En samviskubitið er samt ennþá til staðar !!!  

Það er ekki alltaf auðvelt að vera einstæð 3ja barna móðir... en það reddast :=)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að heyra að þetta reddaðist allt, svo kemuru bara endurnærð sem aldrei fyrr tilbaka:)  Hafðu það gott í Hólminum. Knús og kossar úr Dalvíkinni.

Sæunn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:40

2 identicon

Elsku Sif þú átt EKKI að vera með samviskubit,þú veist að þetta reddast allt,(þú ert ekki ómissandi:)Láttu Sunnevu vita að Eyrún getur líka komið til okkar,og svo er ekkert mál að taka pungsa aftur.Elsku Sif láttu þér líða vel og farðu vel með þig.KV Svava

Svava systir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Anna Guðný

Ég hitti Sigga Tuma í dag upp í skóla á bókasafnsopnun. Hann smakkaði held ég á skúffukökunni minni. Ef hann hafði tíma. Fúsi og Anna voru ekki viss. Það var mikið að gera hjá honum en talaði samt um mömmu heyrði ég.  Gangi þér vel síðustu vikuna.

Anna Guðný , 7.11.2008 kl. 02:12

4 identicon

Þú kemur þríefld til baka ljúfan mín og bætir þetta allt saman upp, því þú getur allt! manstu? Er það díll??

Knúz og kram frá mér til þín heillin mín

Jokka (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

ég vona að þú hafir það sem allra best þú átt skilið að fá þann tíma sem að þú þarft til að batna knús og þú ert best mundu það

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.11.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband