Stress, sprautur og hugarró !!!

Var í Reykjavík um helgina og þótti meira en nóg um... Smáralindin var gengin fram og til baka á laugardaginn og kortið reglulega notað (bara svona til að vera alveg viss um að það væri ekki bilað) .... Ikea var svo tekið fyrir á sunnudeginum og kortið líka notað þar... Skírn hjá Lútheri bróður á sunnudagsmorgninum og fékk drengurinn nafnið Árni Snær, fallegt nafn á gullfallegum strák.

Ferlega finnst mér Reykjavík erfið og leiðinleg, var frelsinu fegin þegar ég keyrði frá borg óttans á sunnudagskvöldinu, fann hvernig blóðþrýstingurinn lækkaði og púlsinn sló loksins aftur 80 slög á mínutu. 

stykk1Í kvöld fann ég sálarró, hef sjaldan fundið eins mikla sálarró.  Ég fór í messu hjá St. Fransiskusystrum hérna á sjúkrahúsinu á Stykkishólmi.  Þessi athöfn var alveg yndisleg, ég fékk frið í hjartað og fann hvernig kærleikurinn frá þeim systrum fyllti þessa litlu kapellu.  

Börnin mín hafa það eins og best verður á kosið..  drengurinn er mættur til Jóhönnu og Fúsa... Fúsi er í miklu uppáhaldi hjá honum, þegar honum var sagt frá því á sunnudeginum að Fusi kæmi og næði í hann til Birgittu þá sagði hann YES YES !!!  Brynja er bara fyrirmyndarunglingur hjá Fíu og Júlla.... og hún Eyrún mín er bara að gera sig hjá Sunnu sinni...

Var að klára bókina "sá einhverfi og við hin" eftir bloggvinkonu mína Jónu Á. Gísladóttur.  Kláraði þessa bók á mettíma enda er aðalsöguhetjan í bókinni ferlega skemmtilegur einhverfur 10 ára strákur.  Ég gef þessari bók 10 stjörnum af 5 mögulegum...  Takk fyrir Jóna að deila litla gullmolanum þínum með okkur hinum, þeir eru bara einstakir ormar þessir einhverfu guttar, sérstaklega minn og þinn !!!!

Á morgun fer ég allavega í eina sprautu ef ekki tvær, það á að sprauta í fæturnar og svo á að hnykkja mig.  Svo er verið að skoða fleiri sprautur í vikunni m.a. í bakið... 

............JÁÁÁ SSSSÆÆÆLLLLLL ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Jahérna, meðferðin á þér kona.  

Farðu vel með þig og komdu heil heim.

Anna Guðný , 4.11.2008 kl. 08:02

2 identicon

Gott að þú ert komin í sálarró góða!   Farnist þer vel , sendi góðar hugsanir .    Stelpurnar í vinnuni biðja að heilsa

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 11:15

3 identicon

Gangi þér vel snúllan mín, ekki öfunduð í þetta skiptið......

Stór knús á þig og hlakka mikið til að sjá þig aftur!!! :)

Hilda (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband