unglingarnir og kreppan..

Hvaða áhrif hefur kreppan og allt þetta krepputal á unglingana okkar.. 

Um daginn kom minn unglingur til mín og spurði mig hvað væri málið með þessa kreppu...  Ég eiginlega vissi ekki hverju ég ætti að svara...

"Þú mamma... erum við að verða fátæk" spurði hún..

"ummm nei, en við erum samt ekkert að fara að eyða peningunum í einhvern óþarfa og kaupa17 þúsund króna gallabuxur, við ætlum aðeins að reyna að sparlega með peningana" svaraði ég. 

 

Held að kreppan hafi bara góð áhrif á minn ungling, hún er ekki að biðja mig um einhvern óþarfa...

Hún tekur strætó og biður mig mjög sjaldan um að skutla sér...

Hún tók sig til og lærði á þvottavélina og hefur farið hamförum í þvottahúsinu undanfarna daga...

Ég bað hana um daginn að taka úr uppþvottavélinni... hún gerði það og ekki nóg með það heldur tók heimilið í gegn, þurrkaði af, lagaði til, þreif m.a. eldavélina, skúraði, lagaði til í forstofunni og setti dúka á borðin til að gera aðeins heimilislegra eins og hún orðaði það sjálf !!!

Hún passar án þess að segja ohhhh....

Sagði mér að drífa mig út á föstudaginn og skemmta mér ....

 Ég tilnefni hér með unglinginn minn... duglegasta unglinginn norðan heiða... 

og segi bara eins og Bubbi....

........Brynja ég elska þig !!

20080630224733_6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Get ég fengið þennan kreppuungling til mín í viku?

S. Lúther Gestsson, 21.10.2008 kl. 20:53

2 identicon

Dugleg hún Brynja þín, hún er svo auðvitað alltaf velkomin út á Dalvík ef hana vantar eitthvað að gera

Sæunn Harpa. (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:19

3 identicon

Aww þessi elska svo yndislegt þegar börnin manns fatta hvers þau eru megnug, og skilja að bara að leggja einn dúk á borð getur glatt móðurhjartað óendanlega mikið

Jokka (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:31

4 identicon

Hún er kannski búinn að læra það af frænku sinni að það er svo notarlegt  að hafa hreint og kósý á svona vetrardögum,og svo er það ekki verra að það kostar ekki neitt að hafa allt hreint og fínt í KREPUNNNNNNNNNNNNNNI.Já hún er snillllli þessi stelpa sem þú átt ef hún bara nennir því:)

Svava systir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já þurfti nú Svava að koma því að hvað allt er fínt hjá henni.

S. Lúther Gestsson, 22.10.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Sifjan

Já auðvitað... einhversstaðar hefur barnið þetta frá.... svo er þetta líka ókeypis !!! 

Sifjan, 23.10.2008 kl. 01:53

7 Smámynd: Sifjan

Hvaða hvaða... er allt í rugli og drasli og skít heima hjá þér Lúlli minn... vantar þig svona kreppuungling.

hmmmmm leyfðu mér að hugsa.... bíddu áttu ekki sjálfur kreppuungling, eða er ekkert hægt að nota það grey :=)

Sifjan, 23.10.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband