Verkstol...

Jebb ég er með verkstol á háu stigi þessa dagana.  Afhverju veit ég ekki.  En þrátt fyrir það hef ég rumpað af nokkrum hlutum á TO DO listanum mínum í gær og í dag !! Klöppum fyrir mér *klappklappklapp*. 

Þetta er bara ekki rétti tíminn til að þjást af þessum kvilla... það eru a..m.k. 50 hlutir sem ég þarf að ganga frá áður en ég fer á sjúkrahúsið á Stykkishólmi, á að vera mætt það á sunnudaginn.  Prógrammið byrjar svo á mánudagsmorgun og stendur yfir í 2 vikur.  Verð samt að viðurkenna að það er alls enginn kvíði í mér að fara þangað.  Sé fram á að ég komi heim eftir þessar 2 vikur næstum því ný manneskja bæði á líkama og sál.  Búin að koma krökkunum fyrir og hef engar áhyggjur af þeim... maður á nefnilega gott fólk í kringum sig sem betur fer !!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verkstol...hljómar skemmtilega..held ég steli þessu orði af þér elskan gott að þú ert búin að koma börnunum fyrir, annað skiptir minna máli, og já ég hef fulla trú á því að þú komir heil til baka eftir 2 vikur!!!

Verðum í spotta

Jokka (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Anna Guðný

Sammála Jokku flott orð, Verkstol. Ég þjáist af því stundum. En sammála líka með það að aðalmálið er að koma krökkunum fyrir. Annað er aukaatriði.

Gangi þér vel og komdu endurnærð tilbaka.

Anna Guðný , 21.10.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband