hann á afmæli hann Siggi Tumi, hann á afmæli á morgun.
Það eru 4 ár síðan þessi gullmoli kom í heiminn. Ég vaknaði um morguninn með þessa ægilegu verki, ekki hríðarverki samt. Það var bara eins og það vantaði í mig legið, við hverja hreyfingu hjá barningu fékk ég straum um allan líkamann. Ég hafði það af að koma stelpunum á fætur og lagðist svo fyrir. Rétt fyrir hádegi gat ég ekki meir, ég hringdi á hjúkrunarfræðinginn á Dalvík og sagði henni hvernig mér leið. Hún kom strax og sendi mig með sjúkrabíl inn á Akureyri.
Þar var ég skoðuð og fljótlega eftir komuna þangað var ákveðið að taka barnið með keisaraskurði. Ég átti tæpar 6 vikur eftir af meðgöngunni. Svava systir var þarna með mér til halds og trausts og var hún viðstödd keisarann. Þegar drengurinn fæddist var pabbi hans á miðri leið milli Dalvíkur og Akureyrar.
Þegar drengurinn fæddist var hann tekinn strax út af stofunni en æsingurinn var svo mikill að það tók enginn eftir því hvort barnið var strákur eða stelpa. Þegar ég frétti að ég hefði eignast dreng, grét ég af gleði. Ohhhh.... tilfinningin var dásamleg og nú var bara að krossa fingur að hann myndi jafna sig fljótt !! Hann var stór við fæðingu þrátt fyrir að hafa fæðst tæpum 6 vikum fyrir tímann 10 mörk !!
Við tók mjög erfiður tími... hann var mikið veikur pjakkurinn og var settur í súrefniskassa. Lungun hans voru óþroskuð og hann var settur í öndunarvél Vá hvað þetta var erfitt... Á barnadeildinni á Fsa vorum við í 9 daga, þá var tekin sú ákvörðun að senda hann suður á Barnadeild Hringsins.
Eftir að við vorum komin suður fór hann allur að braggast. Svava systir mín var mín stoð og stytta í gegnum þennan erfiða tíma og fæ ég henni seint fullþakkað.
Fljótlega eftir að við komum suður fór hann að braggast, þegar við vorum búin að vera tæpar 2 vikur fyrir sunnan fengum við að fara heim.
Við tóku stanslausar ferðir á milil Dalvíkur og Akureyrar, við vorum undir mjög góðu eftirliti hjá læknunum á FSA. Hann braggaðist vel og varð hraustur og flottur strákur !!! Samt hafði ég alltaf á tilfinningunni að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera. Hann var mjög seinn í hreyfiþroska og þegar hann var 8 mánaða fór hann fyrst í sjúkraþjálfun á Bjargi. Hann þroskaðist ekki eins og stelpurnar höfðu gert og þessi tilfinning hjá mér var alltaf til staðar.
Þegar ég svo fór með hann í 2ja og 1/2 árs skoðun þá kom hún alls ekki vel út. Þá fóru hjólin að rúlla og við tók þroskamat og læknisheimsóknir og bið eftir Greiningastöð ríkisins. Þangað komumst við svo loksins í apríl s.l.. Þar var hann greindur með dæmigerða einhverfu og ótilgreinda þroskaröskun.
Í dag plummar hann sig nokkuð vel, hann er með fullan stuðning á leikskólanum, hann fer til yndislegrar stuðningsfjölskyldu aðra hverja helgi og hann er í iðjuþjálfun og talþjálfun.
Þessi litli drengur hefur gefið mér og kennt mér svo mikið í lífinu....
Bara nafnið hans fær mig til að brosa !!!
Flokkur: Bloggar | 14.10.2008 | 22:16 (breytt kl. 23:20) | Facebook
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með stubbinn í dag
Jokka (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:37
Elsku litli pungsinn,það er ótrulegt að hugsa til þess að að séu liðin 4 ár frá þessum örlagaríka degi,hann var svo erfiður þessi dagur en samt líka svo yndislegur,að fá loksins lítinn Sigga handa pabba,það var ógleimanleg stund þegar að í ljós kom lítill tippalingur.Ekki var síður yndislegt að pabbi skyldi gatað haldið á nafna sínum undir skírn.Elsku Sif til hamingju með þennan gullmola (sem er svo hrifinn af frænku sinni)KV Svava
Svava systir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.