Við gefum honum í mesta lagi 3 vikur... sagði læknirinn við mig í símann þegar pabbi var búinn í uppskurðinum. Ég fraus, ég gat ekki einu sinni grátið, ég bara fraus og 1000 hugsanir flugu í gegnum huga minn; Hvernig á ég að komast í gegnum það... ekki pabbi minn, ekki pabbi minn... hvað er Guð að hugsa...hvað verður um mömmu, afhverju er lífið svona ósanngjarnt.
Tilfinningin var reiði... ég var reið við læknana, ég var reið við Guð og ég var reið við pabba, að hann skyldi voga sér að deyja frá mér.
Þegar ég gekk inn á stofuna eftir símtalið þar sem hann lá, grét ég ekki, ég var reið !!! Hann sagði við mig setningu sem ég gleymi aldrei; "Þú verður að vera sterk, þú verður að vera sterk fyrir mömmu þína og systir þína, ég veit að þú getur það" Og ég var sterk, ég var svo sterk að ég varla grét, allir töluðu um það hvað ég væri sterk, en ég var ekki sterk, ég var bara reið!! 10 dögum eftir þetta símtal var hann dáinn. Ég var svo reið í jarðarförinni að mig langaði helst að taka kistuna hans og henda henni út um gluggann.
Hann var minn besti vinur, við áttum mjög sérstakt samband við pabbi. Alltaf... þá meina ég alltaf, þegar mér leið ílla, þá skynjaði hann það, jafnvel þó svo að ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Ég var pabbastelpa. Minningar hrannast upp.... við að valhoppa niður Ránargötuna. Ég sit undir píanóinu í Þjóðleikhússkjallaranum kvöld eftir kvöld og hlusta á meðan hann spilar dinnertónlist fyrir matargesti, svo leiðumst við heim. Við að borða graut á laugardögum í Þjóðleikhúsinu. Hann að smíða innréttingu í herbergið mitt. Við í göngutúr 1. maí niðri á Granda og hann er að segja mér hvernig lifið var þegar hann var lítill strákur. Hann að spila á píanóið sitt og ég að spila á blokkflautu eða syngja. Ég fékk alltaf jólagjöf bara frá honum, eitthvað sem mig langað í. Gleymi því aldrei þegar hann og mamma fóru til Svíþjóðar og hann keypti alveg eins smekkbuxur og hettupeysu á mig og sig. Svo fórum við í bæinn í alveg eins fötum. Hann var með mjög sérstakan fatasmekk hann pabbi, það verður ekki af honum tekið, lengi vel gekk hann i bleikri ullarpeysu sem ég hafði keypt mér í Benetton. Þegar hann merkti eina skúffuna í ísskápnum mér. Já ég var pabbastelpa :=) Ég að syngja með honum á hestamannamóti. Allar ferðirnar sem ég skutlaði honum í vinnuna upp á FSA þegar hann var að fara á næturvaktir. Allar stundirnar sem við sátum í kjallaranum í Hafnarstrætinu og reyktum og töluðum saman um allt og ekkert. Hann pabbi minn var tónlistarmaður af guðs náð, ótrúlega handlaginn smiður og síðustu 19 árin vann hann á geðdeildinni á FSA.
Þegar ég eignaðist son kom ekkert annað til greina en að nefna hann eftir pabba... litli drengurinn minn var mikið veikur þegar hann fæddist og þegar ég hringdi í pabba frá vökudeildinni í Reykjavík og sagði honum að drengurinn ætti að heita Sigurður í höfuðið á honum, þá grétum við saman í símann. Tæpu ári seinna var pabbi farinn frá okkur...
Ég sakna hans svo mikið, ég sakna þess að geta ekki tekið utan um hann og sagt honum að ég elski hann og sakni hans mikið, hvað ég þarf virkilega á honum að halda ennþá, hvað mig langar að tala við hann, gleðjast og gráta með honum.....
Takk elsku pabbi minn fyrir allt... takk fyrir að vera pabbi minn !!!
Í dag eru 3 ár frá því að ég fylgdi honum til grafar, þann 7. október 2005, en hann lést 27. september 2005.
Ég er ennþá reið... og enn reiðari varð ég þegar mamma lést aðeins 16 mánuðum á eftir honum..
Einhver talar um að tíminn lækni öll sár............
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítið að þegar ég var að mála bílskúrinn hjá mér að innan um daginn og vissi ekkert hvort ég mætti nota þessa málninguna eða hina, hvort blanda ætti hana eða ekki, þá skellti ég bara rúllunni á vegginn og sagði upphátt að pabbi myndi redda þessu.
Þú hefur tekið mikið með þér sem pabbi kenndi þér, þú ert ótrulega sterk og hreint ótrúlegt hvað þú hefur borið höfuðið hátt og náð langt.
Mundu Sif að ég elska þig.
S. Lúther Gestsson, 8.10.2008 kl. 01:28
Ég bara græt og græt við þessa færslu,já það er sagt að tíminn lækni öll sár,og við verðum bara að trúa því.Það er ekki gott að vera reiður í sorginni.Sif mín þú veist að þú getur ALLTAF leitað til mín þegar að eitthvað bjátar á(til þess eru stórar systur,er það ekki)Við getum verið stoltar systur því að við stóðum þétt við bakið á elskulegum foreldrum okkar í þeirra veikindum,það vitum við báðar.Love you KV Svava
Svava systir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:56
Elsku frænka, rakst hér inn fyrir tilviljun. Falleg færslan hjá þér. Hef trú á að pabbi þinn sitji stoltur við hlið mömmu þinnar á himnum og fylgist mér ykkur.
Er ekki eins vissum nettengingu þarna uppi.
Alla vega gaman að sjá þig hér inni
Kveðja frá Sauðárkróki
Gu´ðný
Guðný Jóhannesdóttir, 9.10.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.