Ætla að byrja að blogga...

Ok er ákveðin í að halda þessari síðu áfram, held að það sé mannbætandi að skrifa um lífið sitt. 

Allavega tók ég til í lífinu mínu í haust, losaði mig við eitt og annað sem ég taldi ekki vera að gera sig í mínu lífi, það tók á, eiginlega mun meira en það en nú líður mér svei mér þá bara bærilega. 

Skólinn er alveg að gera sig, ég var í 3 fögum fyrir áramót en í fjórum núna.  Ensku, íslensku, sálfræði og stærðfræði.  Ég sem kann ekkert í stærðfræði, reiknaði og reiknaði í síðasta tíma, man ekki eftir því að ég hafi nokkurn tíman reiknað svona mikið í tíma, yfirleitt sit ég og naga yddara eða strokleður og skil ekki baun í bala hvað ég yfir höfuð sé að gera.....  Hlakka bara til annarinnar, það verður stolt stelpa með hvíta húfu í mai.  Talandi um maí, þá er hún Brynja mín að fara að fermast þann 10. maí !!!

Ég er að fara með hann Sigga Tuma á Greiningastöðina í mars,  er að vinna í því að finna mér íbúð í Reykjavíkinni, svo ef þú veist um einhverja, skildu þá eftir þig spor í kommentum...

Fékk frábæra heimsókn í dag, gömul bekkjarsystir úr Hrafnagilsskóla leit við í kaffi, bara æðislega gaman.  Er ákveðin í að heimsækja hana þegar ég fer suður á Greininastöðina með Sigga litla sæta pung.  

Fyrsta nóttin hans Sigga Tuma hjá stuðningsfjölskyldunni var síðastliðna nótt.  Gekk svona frábærlega og verð ég að segja að heimsóknin gekk framan öllum mínum væntingum.  Frábært fólk þarna á ferð sem tóku hann að sér eina helgi í mánuði, við stelpurnar notuðum tíman vel á meðan, t.d. fórum við Eyrún Tara saman á skauta í dag, en það höfum við barasta aldrei gert. 

En það er komin tími til að ég fari að undirbúa morgundaginn, taka til íþróttaföt, blokkflautu, hrein föt, skólabækur, skrifa í samskiptabók, stilla vekjaraklukkur (ATH KLUKK-UR!!!) 

kv Sif 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband