.... er ég búin að liggja inni á bæklingadeild FSA með ónýtt bak, ónýtan vinstri fót og lamaða þvagblöðru.
Mér datt sem sagt sú snilldarhugmynd fyrir tæpum þremur vikum síðan að fara til Dalvíkur og bóna íbúðina í Brimnesbrautinni áður en ég skilaði henni af mér. Var rétt byrjuð þegar ég gjörsamlega hrundi í gólfið og gat mig ekki hreyft af sarsauka, við erum að tala um að ég gat mig ekki hreyft. Í ábyggilega 20 mín var ég á fjórum fótum að reyna að jafna mig, fann strax af vinstri fóturinn var í einhverju rugli og helvítis síminn út í bíl.
Sem betur fer hafði ég gerst lögbrjótur þennan dag og lagt bílnum fyrir framan íbúðina. Einhvernvegin og ég skil það eiginlega ekki ennþá dag í dag, fór ég að því að skríða út og gat kallað á nágranna minn til að hjálpa mér. Endirinn var sá að með sjúkrábílnum fór ég á FSA, fyrstu 10 dagarnir hérna voru í morfín móðu, en smám saman hef ég verið að koma til, og í dag er heimferðardagurinn mikli.
Það sem hefur bjargað geðheilsu minni þessar tæpu 3 vikur eru fartalvan og flakkarinn. Held að ég sé búin að horfa á 3 seríiur af Friends, fullt af skemmtilegum og leiðinlegum bíómyndum og svo auðvitað netið...... jú ef maður er almennilegur sjúklingur þá fær maður nettengingu:)
Nu er ég sem sagt farin að pissa reglulega bara eins og baby born dúkka, tæmi allt úr blöðrunni sko, skakklappast á hækjum og er sko meira en til í að fara í Fögrusíðuna fögru til hennar fögru systur minnar þar sem fögru börnin mín hafa fengið athvarf hjá henni síðustu vikur. Reyndar hefur Taran mín verið á Langanesinu hjá pabba sínum og systkinum og held ég að hún sakni mín bara ekki neitt, enda nóg um að vera á hverjum degi held ég.
KVEÐ Í BILI
SIFJAN
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baráttu og batakveðjur, Hver segir svo að heimilisstörfin séu ekki áhættustarf. Farðu vel með þig.
Hafdís Jóhannsdóttir, 30.7.2007 kl. 12:21
Sæl og blessuð. Ja mikið gengur á hjá þer heillin mín. Góðan bata og gangi þer vel ,,, eða betur. Þú hefur jú áður legið en ríst alltaf upp aftur
unnur maría (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.