ég er mætt á netið....

sem sagt er kellingin búin að fá sér heimasíðu, svona fyrst og fremst til að pústa út annað slagið og reyna að blogga fyrir mig,  ekki fyrir brundormana mína :=)  Sem eru samt fallegir og góðir ormar. 

Ég stend sem sagt í flutningum frá Dalvík til Akureyrar og á það að gerast í þessari viku, búin að pakka sem mestu og kassarnir meira að segja komnir inn í húsið mitt á Eyrinni.  Í vetur verð ég námsmeyja í VMA, ætla að klára stúdentinn og er búin að vera 18 ár að því.  Geri aðrir betur.  Kláraði reyndar sjúkraliðan vorið 2002 og fékk gráa húfu en nú ætla ég að fá hvíta, þessi gráa er mjög einmanaleg upp á vegg.  Svo finnst mér grátt og hvítt harmóna svo vel saman, hlakka til að geta bætt þessari hvítu við.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Jóhannsdóttir

Lýst vel á þetta hjá þér þ.e.a.s. skólan.  Annars velkomin á netið.

Hafdís Jóhannsdóttir, 26.6.2007 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband