Sveppi á 14.000 kall ...

Að fara út í ísbúð og kaupa ís fyrir 5 manna fjölskyldu kostar rúmlega 3000 kr. Ein bíóferð fyrir 5 manna fjölskyldu kostar með poppi og kók ca. 6000 kr. Að sjá Sveppa í leikhúsi kostar fyrir 5 manna fjölskyldu 14.000 kr, bara miðaverðið...

Ég er svo hepsveppi_m.jpgpin að eiga 5 ára einhverfan strák... sem er með þráhyggju fyrir Sveppa. Hann uppverðasta allur upp drengurinn þegar Sveppi er í sjónvarpinu og ég er ekki frá því að Sveppi eigi mikið til í málþroska drengsins og félagsfærni hans. Eftir að hann Siggi Tumi fór að horfa á Sveppa diskana þá fóru að koma langar setningar frá honum, eins og "Stattu hérna vinsta megin við mig"... tók svo seinna eftir að þetta var setning af diskinum.

Hann Sigga Tuma dreymir um að komast suður og sjá Sveppa í leikhúsinu. Ég fór svo að reikna út hvað það myndi kosta fyrir mig að fara með krakkana suður í helgarferð, þar sem frumburðurinn minn verður 16 ára í mars. Væri gaman að skella sér keyrandi suður, fara í leikhús og sjá Sveppa, kannski ein ferð á veitingastað í pizzu, kaupa ís fyrir liðið en þegar talan var komin í 50.000 kall og ekki var búið að reikna með neinni Smáralindaferð fyrir 16 ára dótturina, né ferð í Húsdýragarðinn  og ekki heimferðinni þá bara hætti ég að reikna !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það ætti kannski að viðra þá hugmynd að Sveppi kæmi og heimsótti Leikfélag Akureyrar.

S. Lúther Gestsson, 3.2.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband