Færsluflokkur: Bloggar
Það er bara magnað hvað drengurinn minn er orðin flottur í ímyndunarleikjum. Hann er með fullt af frösum úr mörgum teiknimyndum á hreinu og er með ótrúlegan orðaforða þegar hann byrjar á frösunum.
Hér leyndist í einum jólapakkanum DVD myndin með Sveppa. Sveppi á vin sem heitir Villi og þeir lenda greinilega í mörgum skemmilegum uppákomum og ævintýrum.... svona ef marka má minn mann !!!
Í kvöld þegar drengurinn sat á klósettinu að kúka... kallar hann á mig. Tilkynnir mér að ég sé Sveppi og hann Villi. Þarna sat gaurinn og upp úr honum rann þvílíka runan og flottasti ýmindunarleikur sem ég hef séð hjá honum. Sturtuklefinn var orðinn af skápnum hans Sveppa og inn í skápnum leyndist bæði græn skrímsli og vampýrur. Það þarf að ná í spegla, veit svo sem ekki alveg til hvers þeir eru notaðir... en pottþétt eitthvað í sambandi við vampýrurnar. Mamma hans Sveppa kemur reglulega inn í herbergið til hans og skammast og segir honum að fara að laga til allt draslið. Þeir ferðast út í geiminn... eða réttara sagt Sveppi skildist mér... og Villi kallaði á hann og sagði honum að koma aftur.
Þessi stund var alveg frábær sem við áttum þarna saman inni á baði... ég hló og hló... en það mátti ekki.. bara hvísla, annars kæmu vampýrurnar. Hann sagði þarna ótrúlegustu orð sem ég hef ekki heyrt frá honum áður eins og t.d. hægramegin og sóðalegur... Held að ég verði að gefa mér tíma til að horfa á þessa mynd með drengnum.
Annars fór ég á myndina Sólskinsdrengurinn í dag... mögnuð heimildamynd um baráttu móður sem á einhverfan son. Hann Siggi Tumi minn er með dæmigerða einhverfu en ekkert í líkindum við drenginn í þessari mynd, samt sem áður gat maður samsvarað sig í mörgu sem kom fram í þessari mynd og á köflum átti ég mjög erfitt með mig. Ég kannast samt alveg við það að berjast fyrir barninu sínu, það hefur stundum reynt á það hjá mér. En ég er samt að fá nokkuð góða þjónustu fyrir hann, hann er núna í iðju- og talþjálfun og ég er að bíða eftir að komast aftur með hann í sjúkraþjálfun, vona bara að hann fari bráðum að komast að. Sjáiði bara hvað hann er flottur þessi gaur :=)
Bloggar | 25.1.2009 | 00:31 (breytt kl. 00:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við Siggi Tumi litli 4ra ára einhverfi sonur minn áttum eftirfarandi samtal í kvöld..
Ég: Hvað heitir þú ?
ST: Je Siggi Tumi
Ég: Hvað ertu gamall?
ST: Je friggja ára (hann er reyndar 4ra ára en segist alltaf vera 3ja ára)
Ég: Hvað heitir mamma þín?
ST: Þú (ég veit samt að hann þekkir nafnið mitt)
Ég: Hvað heiti ég.
ST: Þú mamma
ÉG: Áttu pabba
ST: Já hann faðir (hmmmm??)
Ég: Hvað heitir hann ?
ST: Rúnarsson (segir alltaf að pabbi sinn heiti Rúnarsson)
Ég: En áttu systur
ST: Hann er systir. (bendir á Eyrúnu systir sína.. hann virðist ekki kunna muninn á hann og hún, ekki heldur stelpu og strák)
Ég: Hvar áttu heima
ST: ....ekkert svar..
ÉG: Áttu hús
ST: Já bláa
-----------------------------
Það er með ólíkindum hvað drengnum hefur farið fram í tali og orðaforða, það koma ný orð í hverri vikur hjá honum og það nýjasta er "kúkalabbi" Hann fokreiddist við mig nýlega, rauk inn í herbergi og skellti á eftir sér hurðinni og svo var öskrað... "mamma kúkalabbi, mmmaammmaa kúkalabbi"
.......................................
Systkinin voru að leika sér inni í herbergi þegar Eyrún kemur fram og segir við mig..
"Mamma... Siggi Tumi er að syrgja mig"
"Ha, hvað meinaru"
"Hann er að kalla mig kúkalabba"
(hann var sem sagt að særa hana)
...................................
Eyrún las á pakkana á aðfangadagskvöld
"Til Brynju frá bbbeeeeennnngggiiiisssóóónnnn... er þessi pakki frá einhverjum útlendingi" (var frá Birgi þór)
..............................
Eyrún: "Mamma, verður Tumi alltaf ranghverfur" (einhverfur)
.................................
Eyrún við Brynju:
"Brynja, mamma var að kaupa handa mér rafhlöður" (átti víst að vera grifflur)
............................
Bloggar | 27.12.2008 | 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hann er ekki mikið jólabarn hann Siggi Tumi, samt örlaði aðeins á því í gærkvöldi hjá honum þegar við skreyttum jólatréð og settum pakkana undir. Yfirleitt hefur þessi gjörningur verðið gerður á Þorláksmessukvöld en þar sem hún Brynja mín er að vinna fram á nótt, gerðum við það í gærkvöldi. Hér flæða pakkarnir langt út á gólf, en það er aðeins einn pakki sem vekur tilhlökkun drengsins. Birgitta stuðingsmamman hans gaf honum 2 pakka einn stóran og einn lítinn og það er litli pakkinn sem drengnum finnst mjög spennandi.
Eyrún mín er mikið jólabarn... hún perlar og föndrar hér jólaskraut allan daginn... málar og teiknar, bara flott þessi stelpa. "Amma" Fía bauð henni til sín í dag, það nýtur hún sig í botn, enda dekrað við hana hægri vinstri..
Annars sit ég bara með Lite bjór í nýskúruðu húsi, búin að koma öllu frá mér og það eina sem ég þarf að gera á morgun er að fara upp í garð til mömmu og pabba og svo í matinn til Svövu systir og co annað kvöld... assgotans munur er þetta að þurfa ekkert að standa í matarstússi, enda er það ekki mín besta hlið. Hann Hilmar mágur minn er sá besti kokkur sem ég þekki.... hlakka bara til að mæta í jólamatinn !! Ég er ákveðin í því að njóta jólanna.... sjá gleðina hjá börnunum mínum þegar þau opna gjafirnar, glampann í augunum og fallega brosið þeirra....
Kertin brenna, birta fer
bráðum hækkar sólin.
Guð og gæfan gefi þér,
góð og blessuð jólin.
(KB)
Bloggar | 23.12.2008 | 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég bara get ekki af því gert en ég er strax farin að kvíða jólunum...
Ekki af því að ég sé eitthvað blönk eða kreppan sé að banka hjá mér.. heldur vegna þess að allar breytingarnar sem fylgja jólunum fara ferlega ílla í gaurinn minn. Jiiiii ég meika ekki að hafa hann heima alla dagana yfir jólin... ef ykkur finnst ég vond mamma.... þá segi ég bara " I DON´T CARE" !!! Drengurinn verður settur í leikskólann milli jóla- og nýárs..... ÁN samviskubits móðurinnnar.
Síðast helgi fór í jólaböll... fórum á jólaball hjá leikskólanum hans Sigga Tuma á laugardaginn og hjá Hetjunum (félagi langveikra barna) á sunnudaginn www.hetjurnar.is
Siggi Tumi var að sjálfsögðu "verst klæddur" (en lang sætastur) á báðum böllunum, enda ekki sjéns að fá hann í eitthvað annað en íþróttaföt... En það kom mér skemmtilega á óvart hvað hann var duglegur að dansa í kringum jólatréð og hvað hann kann mörg jólalög, og jólasveinarnir finnst honum mjög skemmtilegir. Hann bara ljómar þegar þeir birtast... en vandamálið er að hann gerir samansammerki milli jólasveina og sleikjóa... Þegar hann sér jólasvein heimtar hann sleikjó... svo verður hann ægilega fúll þegar hann fær ekki sleikjó í skóinn. Í morgun fékk hann t.d. sokka og mandarínu, sokkunum henti hann í ruslið og setti mandarínuna inn í ísskáp.
En Taran mín er óskaplega dugleg og þolinmóð þessa dagana, en fær samt stundum alveg nóg. Hún telur dagana niður fyrir jólin en finnst mamma sín ekki vera nógu dugleg í eldhúsinu í jólaundirbúningnum. Kom hér heim um daginn og sagði að allar mömmur væru að baka smákökur fyrir jólin.
hmmmmm........
Bloggar | 16.12.2008 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
nú er ég næstum alveg bit... málið er að ég er búin að vera að drepast í bakinu *grenj* get ekki setið nema í max 20. mínútur þá bara festist ég. Ég talaði við heimilislækninn minn í gær sem leist ekki á mig... sagði mér að hringja í Bæklunarlækni hér á Akureyri og biðja hann um að sprauta mig, enda ástandið á mér eiginlega frekar slæmt. Ég geri það svo í morgun.... hringi í ritara bæklunarlæknissins góða sem er víst voða klár að sprauta.... sem tók niður nafn og símanúmer hjá mér, svo að hann gæti hringt í mig til baka. Hún sagði svo að viðkomandi læknir væri í fríi þessa vikuna en ef ég væri ekki búin að heyra í honum fyrir ÁRAMÓT þá ætti ég að hringja aftur..... ÁRAMÓT !!!!! Við erum að tala um 3 vikur er það ekki !!!! Getur það tekið "læknamanninn" 3 vikur að hringja í mig !!!!!!!!
En svo að góðu fréttunum..... Skilaði af mér ritgerðinni í morgun í vinnulagi, fékk lokaeinkunina í aðferðafræði í dag, náði og gott betur en það. Frestaði prófinu í Þjóðfélagsfræði fram í janúar, sem ég átti að fara í á morgun... enda get ég ekki setið.... sem þýðir það að ÉG ER KOMIN Í JÓLAFRÍ:=)
Bloggar | 9.12.2008 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
......langar til að fara upp í rúm og breiða yfir hausinn á mér... henda krökkunum í pabbana sína, læsa útidyrahurðinni og opna eftir viku :=/
Þetta var pirr dagsins í boði Sifjunnar ........
Bloggar | 1.12.2008 | 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Voða er tíminn fljótur að líða... það er aftur komin helgi :=)
Ég elska helgarnar.. sofa út.. já ég get sofið út þó svo að ég sé með börn á heimilinu....
Drengurinn vaknar fyrstur.. hann kemur inn til mín, raðar fjarstýringunum fyrir framan mig og pikkar svo í mig "hoffa". Ég kveiki á sjónavarpinu.. passa mig að setja á plúsinn og svo sofna ég... rumska þegar Dóra the explorer byrjar af því að þá syngur hann svo hátt með... bara krútt..
Annars fór ég snemma á fætur í morgun... jólaföndur á leikskólanum. (Afhverju þarf það alltaf að byrja svona snemma?)
Hann var ekki alveg sáttur að sjá allt þetta fólk þarna.. ekkert eins og það átti að vera og það tók mig hálftíma að koma honum inn á deildirnar og byrja að föndra. En þegar hann var komin í gang var hann óstöðvandi. Komum svo heim með ægilega flott jólaskraut... kertastjaka úr sykurmolum, kertastjaka úr geisladiski og þarna dæminu undan tekertum, pastaengla, málaðar piparkökur og kerti með servíettumynd. Já húsið okkar verður vel skreytt um jólin..
Svo röltum við niður á Ráðhústorg og sáum þegar var kveikt á jólatréinu frá Randers...
Annars nenni ég engu jóladæmi núna... er ennþá að bíða eftir að einhver komi hingað til að hjálpa mér að ná jólaskrautinu niður af háalofti.
Bloggar | 29.11.2008 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar hann Siggi Tumi minn var greindur með dæmigerði einhveru og þroskaröskun, átti ég rétt á stuðningsfjölskyldu. Ég hugsaði um þetta í smá tíma hvort þetta væri eitthvað sem ég ætti að þiggja. Ég er ein með 3 börn og líf mitt snýst um þarfir hans. Ég viðurkenni það alveg að hin börnin sérstaklega 7 ára stelpan mín hafa verið vanrækt eftir að guttinn fæddist, ég hef ekki getað sinnt hennar þörfum sem skyldi.
Ég veit að sumum finnst ég ferlega vond mamma að senda drenginn frá mér aðrahverja helgi, ég hef alveg fengið að heyra það. En ég á önnur börn sem þarf að sinna líka... þau hafa sínar þarfir sem ég get ekki sinnt þegar hann er heima...Ég reyni, trúið mér!!!
Eyrún mín er t.d. með mörg þessi dæmigerðu einkenni sem systkini fatlaðra barna geta fengið...Hún glímir t.d. við kvíða.. hún á mjög erfitt með að skilja við mig... hún fer t.d. aldrei heim með öðrum að leika nema Evu og Helenu frænkum sínum.. hún hefur miklar áhyggjur af heilsufari mínu... hún er mjög hrædd um að ég deyji frá henni... hún á erfitt með að sofa.... hún er með miklar áhyggjur að minnstu hlutum... hún er grátgjörn... hún á við ýmis líkamleg vandamál að stríða t.d. oft íllt í maganum... hún er með mjög lélega sjálfsvirðingu og sjálfstraust... hún tekur minnstu hluti nærri sér.. hún fer aldrei neitt ein nema á Hjálpræðisherinn og stundum á bókasafnið....hún á mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar.... líður oft ílla án þess að vita út af hverju... Skólinn er að vinna vel með stelpuskottið, hún fékk um daginn úthlutað Mentorvinkonu sem fer með henni 3 klukkutíma á viku að gera eitthvað ægilega skemmtilegt. Frábært framtak !!!
Siggi Tumi fer glaður og ánægður til Birgittu og Þórðar aðra hverja helgi.. þá getum við stelpurnar gert það sem við viljum... Um síðustu helgi fékk Eva vinkona og frænka hennar að gista hjá henni báðar næturnar... þær gátu leikið sér eins og þær vildu án þess að einhver lítill gaur kæmi og skipti sér af þeim., eða taka tillit til eins og vanalega... Við fórum á Glerártorg og dúlluðum okkur þar... fórum á barnaskemmtun í Sjallanum með Páli Óskari.. Þegar Siggi Tumi er heim, þá getum við þetta ekki.... oft líður mér eins og ég sé föst í kassa sem ég er að reyna að komast upp úr... Hann er reyndar orðin aðeins viðráðanlegri eftir að það var hægt að fara að tala hann til.... og múta með ís..
Sjáiði bara hvað hann er flottur í sveitinni... (stolin mynd af síðunni hennar Birgittu)
Bloggar | 26.11.2008 | 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Komin heim og er eiginlega búin að vera verri síðan ég kom heim í bakinu... eða segjum frekar öðruvísi.. byrjuð í sjúkraþjálfun og geri æfingarnar hérna heima .....
Skólinn já.... hmmmm.... ég bara massaði aðferðafræðiprófið í morgun :=) ég hefði getað sleppt því að urra svona á krakkana í morgun... var bara svo ferlega stressuð fyrir þetta próf...
ohhhh hvað ég vildi að pabbi væri á lífi sá hefði orðið stoltur af stelpunni sinni, en ég veit að hann brosir til mín af himnum...
Dagurinn hefur verið svona skutla og sækja dagur... skutlast þessum krakka þangað og ná í hinn krakkan hingað.... fara svo með þetta barn á hinn staðinn.. þoli ekki svona daga...
Í dag er hinn árlegi laufabrauðsdagur.... er sem sagt búin að gera laufabrauðið fyrir jólin og thats it !!!
Bloggar | 21.11.2008 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
á þessum þremur vikum sem ég er búin að vera hérna...
Vá það er ekkert lítið. Ég gerði mér grein fyrir því að bakið væri ekki í lagi... alltaf verið að tala um svo og svo mörg brjósklos. Ég lagðist inn á bæklunardeildina á FSA á ca 4ra mánaða fresti.....Þegar ég kom hingað gat ég varla gengið upp stigana (deildin er á 3ju hæð)... vinstri fóturinn var allur í messi... ég gat ekki gengið neinar langar, eiginlega heldur ekki stuttar, vegalengdir án þess að fara að fá í bakið og verk niður í fæturnar. Ég átti í erfiðleikum með að sitja lengi... standa lengi, gat gert heimilisstörfin með herkjum og sum heimilsstörf gat ég eiginlega ekki gert !! Ég var frekar langt niðri andlega og orðin langþreytt...
Í dag þremur vikum seinna er ég eiginlega orðin allt önnur... ég geri æfingarnar mínar og þær skila árangri... bakið er orðið mun betra, sérstaklega eftir að ég fékk sprauturnar á þriðjudaginn.... vona bara að það verði til lengri tíma. Vinstri fóturinn er orðinn mun betri, það þarf samt að þjálfa hann enn meira svo hann nái sama styrk og sá hægri, það kemur ekki bara einn, tveir og þrír.... Ég hleyp hér upp tröppurnar.... ég get setið í klukkutíma án þess að vera alveg að drepast...og ég get farið út að labba án þess að fá þessa verki í fæturna. Ég hef ekki enn fengið verk í fæturnar eftir að það var sprautað í þær í síðustu viku. Andlega hliðin er orðin allt önnur og mig hlakkar til að takast á við lífið þegar heim verður komið :=)
En þetta er engin töfralausn.... ég verð að vera dugleg að vinna í sjálfri mér, gera æfingarnar, og stunda reglulega hreyfingu. Ég þarf að breyta lífinu mínu og lífsstíl til að ná fram enn betri bata. Ég verð aðeins að kyngja stoltinu... setjast niður og hugsa... hvað get ég gert og hvað get ég ekki gert... Hvað get ég gert til að auðvelda mér lífið og hjálpa mér.... Þarf ég hjálp... hvenær þarf ég hjálp og við hvað, hver getur hjálpað mér og hvernig ber ég mig að því !! !!
Já það verður nóg að taka á þegar heim verður komið... og ég ætla að geta þetta.... ÉG SKAL !!!
Bloggar | 14.11.2008 | 00:49 (breytt kl. 00:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar