Ég veit það ekki...

....en það gæti verið að ég þyrfti að fara að sætta mig við það að ég sé komin af allra léttasta skeiðinu.  Það þyrmdi yfir mig áðan... þegar Brynja mín kom rjúkandi inn um útidyrahurðina og sagði "ég er orðin 15 ára mamma" 

s1616063401 131959 12625815 ára... mér finnst það alveg með ólíkindum... ég er sjálf nýbúin að vera 15 ára...  Nei svona í alvörunni... mér finnst vera svo rosalega stutt síðan ég var í bænum með Sunnu vinkonu og við ákváðum að fara í sjógöllum af því að það var svo leiðinlegt veður.... stutt síðan ég var á Hrafnagili... stutt síðan mamma skutlaði okkur vinkonunum á útihátið í Húnaveri (eða ég var rétt orðin 16 þá) stutt síðan Harpa Ýr dóttir hennar Svövu fæddist (hún er by the way orðin 20 stúlkan) .. stutt síðan við systurnar rifumst og slógumst í Hafnarstrætinu.. stutt síðan ég eignaðist fyrsta alvöru kærastann hehe.... stutt síðan Lúther bróðir átti rauða BMWinn og leyfði litlu systir sinni að prófa (ég var reyndar stundum látin keyra hann heim þegar Lúlther var dottinn í það, grínlaust 15 eða 16 ára) ... stutt síðan Svava keyrði á leikhúsið á skellinöðrunni hans Lúthers (það var snilld).... stutt síðan það var í tísku að eiga Millet dúnúlpu og hafa sokkana utanyfir buxurnar !!!!!!

Ég á stelpu sem er í ungmennaráði Akureyrarbæjar... situr á ráðstefnum á KEA...sumir af vinum hennar eru komnir með bílpróf... skammast sín fyrir mömmu sína stundum... er farin á spá í hvaða framhaldskóla hún ætlar í...   og á kærasta... (segir það nokkuð um aldurinn minn)

Til hamingju með daginn elsku Brynja mín... segi bara aftur eins og Bubbi Morthens....

Brynja ég elska þig !!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með daginn báðar, það er náttúrulega alveg ótrúlega stutt síðan ég kom í Hafnarstrætið og fór með Brynju á rúntinn í fjólubláa burðarstólnum nokkurra mánaða gamla, því að mamman var eitthvað upptekin ha......... og ennþá styttra síðan þú hringdir í pabba þinn heitinn þegar okkur langaði ógeðslega mikið í Brynjuís og þessi elska fékk hana mömmu þína til að skutlast í Brynju og skella sér fram á Hrafnagil með 1 lítra af ís og STÓRA heita súkkulaðisósu DÍSÚST KRÆST.  Knús á línuna ;o)

Sunneva (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hún er ekkert smá flott hún dóttir þín... þú mátt vera himinhátt stolt af henni... en mundu í leiðinni að vera stolt af því að vera mamma hennar... því að hún væri ekki það sem hún er í dag nema að hún á svo frábæra mömmu...

Ég væri sko til í að fá hana lánaði einhverntíma sem módel í ljósmyndun hjá mér... ég er að æfa mig í fólks-myndatöku... þar að segja ef hún vill... :o) 

knús á ykkur..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.3.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Sifjan

Já Sunna mín... það var í þá gömlu góðu daga.... hver skutlast ekki með ís til stelpunnar sinnar þó svo að hún sé í skóla út í sveit... 

Magga mín... stelpan er sko ábyggilega til í að modelast.... hún myndast frábærlega...  takk fyrir falleg orð :=)

Sifjan, 1.3.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þú gleymir nú alveg að minnast á það þegar Svava systir ældi út allan bílinn hjá mér. Það var á mjög svipuðum tíma og hún keyrði á leikshúsið.

Það var svo alls ekki löngu seinna að hún velti Mözdunni fyrir austan og Pabbi gaf mér Salem Light sem róandi.

Ég gekk bara í gegnum hreinar hörmungar sem stóri bróðir stundum.

Enn þetta var útidúr.

Hjartanlega til hamingju með prinsessuna.  

S. Lúther Gestsson, 2.3.2009 kl. 19:18

5 identicon

Aww til hamingju báðar tvær þið fallegu mæðgur  þið eruð æði báðar tvær

Jokka (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:32

6 Smámynd: Sifjan

Salem Light sem róandi heheh... hvað átti hann að gera, taka upp morfínsprautu og sprauta þig niður :=)

Lúther minn... Þú varst fínn stóri bróðir don´t worry, gerðir allt fyrir litlu systur þínar.

Takk fyrir það Jokka mín... þú ert líka æði :=)

Sifjan, 2.3.2009 kl. 22:47

7 identicon

Sætu mæðgur ,við ætluðum að koma með afmælisgjöf í gær en komum að tómum kofa.Ég held að bróðirinn í borginn sé allveg að tapa sér,ég kannast barrrrrrrrrrrrrra alls ekki við neitt af því sem hann hefur að segja:)Ég held að dagurinn í dag verði svolítið tómlegur,finnst eins og það hafi gerst í gær sem gerðist þennan örlaga ríka dag fyrir 2 árum, :(Vona að dagurinn verði ykkur góðum og við kíkjum á ykkur með afmælisgjöf handa dömunnu.KV Svava

Svava systir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:58

8 identicon

Til hamingju með dótturinna   Fórst þú á námskeiðið??

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 09:21

9 Smámynd: Ragnheiður

Undarlegt, allt í einu fattar maður að mar er orðinn gamall...og maður sér það á öðru fólki !

Njóttu ellinnar

Ragnheiður , 7.3.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband